Skírnir - 01.09.2002, Page 142
364
SIF SIGMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
stund, og kvaðst skyldi verða við þessari ósk hans. Síðan tilkynnti ég
konu minni þetta, sem spáði litlu góðu um þetta tiltæki. ... Það, að ég
gekk úr stöðunni fyrir J.L. var ekki neitt smáatriði fyrir mig þá ... En ég
vildi s[ý]na honum, að ég ynni ekki á móti honum, heldur vildi ég greiða
götu hans. Gat ég gert það með öðru betur en að gefa honum stöðu
mína?36
Augljóst er að Páli hafði sárnað aðdróttanir Jóns þess efnis að Páll
ynni gegn honum. Páll sýnir því hollustu sína í verki og víkur úr
þeirri stöðu sem hann hafði haft allt frá stofnun Ríkisútvarpsins.
Hinn 1. september árið 1934 berst útvarpsráði bréf þar sem Jón
lætur í ljós áhuga á að gerast tónlistarstjóri útvarpsins. Páll ísólfs-
son styður það og 1. nóvember er tillaga um þetta send samgöngu-
ráðuneytinu til samþykktar.37
Jón var fullur af háleitum og að því er flestir töldu óraunhæf-
um áformum þegar hann kom til Islands í febrúar árið 1935 til að
taka við nýju starfi sem tónlistarstjóri útvarpsins.38 Hann dreymdi
um tilkomumikla tónleika og beinar útsendingar frá útlöndum en
skeytti ekki um að hann var starfsmaður fátækrar stofnunar sem
hafði aðeins litla útvarpshljómsveit til umráða og ekkert beint
samband við útlönd. Utvarpshljómsveitina skipuðu aðeins sex
hljóðfæraleikarar Hljómsveitar Reykjavíkur á 4. áratug 20. aldar-
innar. Ekki fyrr en árið 1943 var þeim fjölgað í þrettán.39 Jón flutti
heim til móður sinnar sem enn bjó að Bókhlöðustíg 2 en Annie og
dætur Jóns, Snót og Líf, urðu eftir í Þýskalandi.
Hið nýja starf var Jóni Leifs þó ekki að skapi. Vinnan gekk
hægt en Jón reri að því öllum árum að byggja upp plötusafn til
framtíðar. Með mikilli vanþóknun skrifar hann Annie að útvarps-
tónlist fari í taugarnar á honum. Þegar hann setji saman dagskrána
hlusti hann aðeins á tvo eða þrjá takta á hverri plötu, rétt til að at-
huga hvernig tónlistin fari við texta hans. „Sjálfur segi ég ekki orð
36 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Páls Isólfssonar. Ódagsettir minnispunktar Páls
ísólfssonar. Af innihaldi þeirra að dæma má áætla að þeir séu skrifaðir við upp-
haf 6. áratugs 20. aldarinnar.
37 Áhlén, Jón Leifs. Tónskáld í mótbyr, b\s. 183.
38 Gunnar Stefánsson, Utvarp Reykjavík, bls. 100.
39 Áhlén,Jón Leifs. Tónskáld í mótbyr, b\s. 186.