Skírnir - 01.09.2002, Síða 143
SKÍRNIR [Þ]ANNIG YRÐI MÉR OG LIST MINNI ...
365
en skráset þetta í spjaldskrána,“ skrifar hann. „Við höfum hingað
til skráð tæplega hundrað plötur af þeim 3.000 sem eru til og fleiri
hafa verið pantaðar."40
Er fram liðu stundir tók Jóni að leiðast starf sitt enn frekar.
„Að þetta sé ekki starf við mitt hæfi þarft þú ekki að segja mér“,
skrifar Jón konu sinni. „Ég sinni þessu öllu af djúpri lítilsvirðingu
og reyni að lemja þetta áfram eins og ég get... Ég byrja snemma á
morgnana á útvarpinu og vinn langt fram á kvöld.“41 Ekki leið
heldur á löngu uns tók að bera á árekstrum milli Jóns Leifs og út-
varpsstjóra og útvarpsráðs. „Þótt ég þurfi stöðugt að fara milli
tveggja herbergja og fram hjá mörgum hindrunum hef ég nú
kvölddagskrána tilbúna fram í miðjan maí, auk þess kynningar,
spjaldskrá o.s.frv. Vil ef hægt er hafa allt tilbúið 1. júlí þegar ég fer
utan ... útvarpsstjóri hafnar öllum menningarsamskiptum, asninn
«42
sa arna.
Það olli Jóni hugarvíli að staða hans hjá Ríkisútvarpinu krafð-
ist allra krafta hans. Enginn tími var aflögu til að sinna köllun hans,
tónsmíðunum. „Nú er liðið á þriðja ár síðan ég hef samið eina ein-
ustu nótu,“ skrifar Jón Annie. „Hvílíkt ástand!“. Jón segist finna
að sá dagur komi senn er hann muni án tillits til konu og barna,
systkina og móður slíta sig lausan, grafa sig niður einhvers staðar
til að finna sjálfan sig á ný. „Ég held aðeins að þetta geti ekki orð-
ið án þess að ég vanræki fjölskyldu mína af skammarlegu sam-
viskuleysi, en þið verðið að vera því viðbúin og taka þátt í því.“43
Hið nýja starf virtist vera að buga Jón, enda samræmdist það
ekki lífsviðhorfi hans að eyða dýrmætum tíma við svo veraldlega
iðju. Hann einsetti sér að slíta sig úr viðjum stofnunarinnar. Hinn
24. júní árið 1935 heldur Jón út í Viðey til þess að skoða þar lítið
afdrep sem hann hugðist taka á leigu. Annie segir hann svo frá:
Þetta er elsta hús á íslandi, bóndabær, en áður landfógetasetur, seinna í
eigu Briem-fjölskyldunnar (Stellu Briem), nú leigt út til bónda sem vill
40 Sjá tilvitnun í sömu heimild, sama stað.
41 Sjá tilvitnun í sömu heimild, sama stað.
42 Sjá tilvitnun í sömu heimild, sama stað.
43 Sjá tilvitnun í sömu heimild, bls. 177.