Skírnir - 01.09.2002, Page 145
SKÍRNIR [Þ]ANNIG YRÐI MÉR OG LIST MINNI ...
367
hins vegar stygglega þegar fundið var að hátterni hans og bað út-
varpsstjóra að ónáða sig ekki með þarflausum bréfaskriftum.51
Fór svo að Jón Leifs var leystur frá störfum haustið 1935. Hinn
13. nóvember sama ár samþykkti útvarpsráð að ráða Pál Isólfsson
tónlistarráðunaut útvarpsins. Árið eftir var farið að nefna Pál tón-
listarstjóra í fundargerðum útvarpsráðs. Tónlistarráðunautur mun
þó hafa verið hið formlega starfsheiti hans. Árið 1937 fluttist Jón
Leifs aftur til fjölskyldu sinnar í Þýskalandi.
Þótt svo virðist sem Páll ísólfsson hafi gert hvað hann gat til að
finna Jóni Leifs stöðu við Ríkisútvarpið við stofnun þess var það
ekki nóg. Ekki átti þularstarf við tónlistarmanninn Jón Leifs, líkt
og útvarpsstjóri virðist strax hafa komið auga á. En ekki virtist
staða tónlistarstjóra útvarpsins heldur henta Jóni.
Jón Leifs var innilega sannfærður um eigið mikilvægi. Hann
kaus fremur að vera trúr köllun sinni, tónsmíðunum, en að láta
stjórnast af tímabundnum frama og stöðum. Hvorki persónan Jón
Leifs né tónlist hans naut mikillar hylli meðal samtíðarmanna
hans. Jón var þó sannfærður um að tími hans kæmi. í bréfi til
Kristjáns Albertssonar segir hann: „Það verður að leggja annan
mælikvarða á tónsmíðar samtímans en á flestar aðrar listir. Samtíð-
in hefir afar lítil áhrif á endanlegt mat tónsmíða og tónskálda.
Tónskáld, sem verða fræg í lifanda lífi, gleymast oft seinna alger-
lega, ef verk þeirra standast ekki mat tímans, en þau tónskáld, sem
eiga erfitt um æfina öðlast oft síðar eilíft gildi.“52
í formála að dagbók sem Jón Leifs hélt frá 10. janúar 1915 til
23. september 1916 má finna orð sem renna enn frekari stoðum
undir þá sannfæringu hans að síðar yrði hann svo víðkunnur að
einhvern myndi þyrsta í að skyggnast í leyndustu hugsanir hans
sem dagbókin geymdi:
Þetta, sem eg hér mun skrifa, ætlast eg ekki til að nokkur maður sjái. Eg
skrifa hér einungis og skrifa hugsanirnar, sem reika um huga minn í það
og það skiftið, hvers efnis, sem þær eru og án þess, að draga dul á nokkurn
51 Gunnar Stefánsson, Útvarp Reykjavík, bls. 100.
52 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Afrit af bréfi Jóns Leifs til Kristjáns
Albertssonar, 1. október 1927.