Skírnir - 01.09.2002, Page 150
372
SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON
SKÍRNIR
hug við þeim hugmyndum sem hann nefnir póstmódernískar en eru
í raun ekkert annað en tilraunir til að ræða stöðu og hlutverk sagn-
fræðinnar í heimi vísinda.* * 3 Ræðir hann einkum um hlutverk mitt og
hugsun í þessu sambandi. Þykir nóg um það „fjölmiðlaatfylgi“ sem
ég og einsagan hafi notið og líkir rökræðum mínum við trúboð.
Málflutningur Lofts einkennist af greinilegu óþoli gagnvart
þeim fræðimönnum sem láta illa að stjórn í hinum „bölvaða"
póstmóderníska heimi. Hér á árum áður höfðu menn nú annan
sið, segir Loftur, þegar hann lýsir þeirri áráttu minni að vilja skýra
almenningi frá niðurstöðum einsögurannsókna. Hann orðar það
þannig: „Til skamms tíma hefur fræðimönnum þótt eðlilegast að
verkin töluðu sínu máli og ynnu með tímanum til þeirra áhrifa
sem viðtökur og úrvinnsla fræðasamfélagsins skiluðu."4 Hér er
hugmyndin sú að menn bíði rólegir eftir því að röðin komi að
þeim. Meint fjölmiðlafíkn mín verður til þess að grandvarir fræði-
menn fá ekki ráðrúm til að leggja mat á öll ósköpin. Fyrir bragð-
ið þykir Lofti full ástæða til að vara við þessu trúboði sem hann
nefnir fræðimennsku mína. Sérstaklega er ungviðinu í faginu hætt
við ofstopanum ef marka má málflutning Lofts. Hann heldur því
fram að einsagan sé „... sett fram sem hjálpræði er til þess sé fall-
ið að frelsa sagnfræðinema og unga fræðimenn undan hinu illa,
þ.e. „hefðbundinni félagssögu“ sem ráðið hafi um alllangt skeið
ríkjum í íslenskum fræðaheimi."5 Og Loftur er ekki af baki dott-
inn því hann bendir á að „... að hætti trúboðans lýsir Sigurður
Gylfi því í játningarstíl að hann hafi verið „áhugasamur um þess-
ar tilraunir ..." en síðan hafi ég verið leiddur „á vit ljóssins", það
er að aðferðum einsögunnar. Allt er þetta gert til að ná sem mestri
2001), bls. 452-471. Ég gerði tengsl Halldórs Kiljans Laxness og sagnfræðinga
að umtalsefni í bók minni Kraftbirtingarhljómur Guðdómsins. Dagbók,
sjálfsievisaga, bréf og kvœði Magnúsar Hj. Magnússonar, skáldsins á Þröm. Sýn-
isbók íslenskrar alþýðumenningar 2. Sigurður Gylfi Magnússon tók saman
(Reykjavík 1998), bls. 11-89.
3 Um póstmódernismann í sagnfræði fjallar Davíð Ólafsson í áhugaverðri grein:
„Fræðin minni. Einsaga, póstmódernismi og íslensk sagnfræði.“ Molar og
mygla. Um einsögu og glataðan tíma. Atvik 5 (Reykjavík 2000), bls. 55-99.
4 Loftur Guttormsson, „Smátt og stórt í sagnfræði", bls. 453.
5 Loftur Guttormsson, sama heimild, sama stað.