Skírnir - 01.09.2002, Page 151
SKÍRNIR
FANGGÆSLA VANANS
373
athygli, eftir því sem Loftur virðist telja. Um þennan málflutning
Lofts er heldur fátt að segja.
Loftur Guttormsson er meðal þeirra fræðimanna sem tekið
hafa þátt í umfjöllun um einsöguna innan háskólasamfélagsins.6
Grein hans býður upp á fjölmarga áhugaverða umræðufleti. Mig
langar til að gera einkum fjögur atriði að umtalsefni í tveimur
greinum sem munu birtast hér á síðum Skírnis. I þessum fyrri
hluta mun ég einbeita mér að því að fjalla um merkingu einsög-
unnar, hvað hún raunverulega felur í sér og hvernig Lofti Gutt-
ormssyni mistekst að átta sig á helstu grundvallaratriðunum sem
hugmyndafræði hennar byggist á. Það kemur mjög skýrt í ljós í
aðfinnslu Lofts um þýðingu mína á hugtakinu microstoria á ítölsku,
eða microhistory á ensku, en ég hygg að klaufalegur misskilningur
Lofts á þýðingarhugmyndinni leiði hann á villigötur strax í upp-
hafi sem hefur áhrif á umfjöllun hans um einsöguna út alla grein-
ina. Loks mun ég taka fyrir skilning Lofts á samspili kenninga og
stórsagna. Gagnrýni Lofts á skrif mín byggjast að verulegu leyti á
því að leggja að jöfnu þessi tvö grundvallarhugtök. Eg tel nauð-
synlegt að verja góðu rúmi í að ræða þennan samslátt hugtakanna
til þess að hægt sé að fjalla um einvæðingarhugmynd mína sem var
kynnt fyrst í bókinni Molar og mygla og ég hef þróað áfram í ný-
legum ritsmíðum. Hugtakið verður rætt í síðari grein minni hér í
Skírni þar sem það verður sett í samhengi þróunar félagssögunnar
almennt og þá sérstaklega hugarfarssögunnar. í þessari síðari grein
mun umfjöllunin um „einvæðingu sögunnar" verða tekin fyrir í
ljósi gagnrýni Lofts og einnig með tilliti til framtíðar hennar í
fræðunum.7
6 Auk greinarinnar í Skírni ritaði Loftur langan ritdóm í tímaritið Sögu um bók
mína Menntun, ást og sorg. Einsögurannsókn á íslensku sveitasamfélagi 19. og
20. aldar. Sagnfræðirannsóknir 13 (Reykjavík 1997). Sjá Loft Guttormsson,
„Sigurður Gylfi Magnússon, Menntun, ást og sorg.“ Saga 36 (1998), bls.
311-319. Sjá einnig ritdóm Hjalta Hugasonar í Sögu árið 1999 um bókina
Einsagan - ólíkar leiðir, Saga 37 (1999), bls. 263-266. Loks má nefna grein Guð-
mundar Hálfdanarsonar í Sögu 2000 þar sem hann staðsetur einsöguna innan
menningarsögunnar í heimi fræða. Guðmundur Hálfdanarson, „Rannsóknir í
menningar- og hugmyndasögu 19. og 20. aldar.“ Saga 38 (2000), bls. 187-205.
7 Sjá Sigurð Gylfa Magnússon, „Einvæðing sögunnar.“ Molar og mygla. Um ein-
sögu og glataðan tíma. Atvik 5 (Reykjavík 2000), bls. 100-141.