Skírnir - 01.09.2002, Page 152
374
SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON
SKÍRNIR
2. Hvað merkir einsagaf
Loftur Guttormsson fellir sig svo illa við þýðingu mína á ítalska
hugtakinu microstoria sem einsaga að hann treystir sér ekki til að
nota hana. I sjálfu sér er ekkert við því að segja. Ollum er frjálst að
brúka þau hugtök sem þeir telja hentugust. Ég sæi ekki ástæðu til
að ræða þetta efni sérstaklega nema fyrir það eitt að í umræðu
Lofts um hugtakið og þýðinguna gætir misskilnings sem setur
mark sitt á alla umfjöllun hans um einsöguna og viðfangsefni
hennar.
I neðanmálsgrein í upphafi greinar sinnar tekur Loftur eftirfar-
andi fram um nýyrðið einsaga: „Að mínum dómi er heitið miður
vel heppnað sem þýðing á míkrósögu (rétt eins og andheitið „fjöl-
saga“ sem þýðing á makrósögu) þar sem það ber með sér þann
villandi skilning að skilsmunurinn fari eftir því hvort fleiri eða
færri einstaklingar eða atriði séu tekin til rannsóknar."8 Þessi mál-
flutningur er vægast sagt mjög afvegaleiðandi. Lofti verða á þau
meinlegu mistök að nýta aðeins fyrri helming þýðingarskýringar
minnar sem birt var í bókinni Menntun, ást og sorg. Skilgreining
mín í umræddri bók er svohljóðandi: „Þetta nýyrði hefur fyrst og
fremst tilvísun til einstaklingsins sem sögulegrar veru, fyrirbæra
sem eru einstök í sjálfum sér, og smárra landfræðilegra eininga eins
og þorpsins, bæjarins og svo framvegis.“9 Hér er hugsunin í raun
sáraeinföld. Einsöguþýðingin vísar í emstakling, eiwstaka atburði
eða litlar eiwingar og síðan skeyti ég orðinu saga fyrir aftan. Þessi
þýðing nær nákvæmlega merkingu hugtaksins microstoria eins og
það er hugsað út um allan heim; til rannsóknar eru smækkaðar
einingar hvort sem þær eru einn einstaklingur (eða fleiri einstak-
8 Loftur Guttormsson, „Smátt og stórt í sagnfræði", bls. 452.
9 Sigurður Gylfi Magnússon, Menntun, ást og sorg, bls. 20. Þessa tilvitnun er að
finna í 13. neðanmálsgrein. Neðanmálsgreinin heldur áfram og þar kemur eftir-
farandi fram í beinu framhaldi: „Forskeytið micro- þýðir smár eða örlítill en úti-
lokað er að nota þessi orð í íslenskri þýðingu hér. Bókmenntimar hafa kastað
eign sinni á bæði smásögur og örsögur. Þá má segja að orðið einsaga geti verið
sagnfræðingum þörf áminning um að verða ekki tvísaga eða jafnvel margsaga!
Andheiti einsögu yrði þá fjölsaga (macro-history), hugtak sem er þekkt en lítið
notað.“