Skírnir - 01.09.2002, Síða 157
SKÍRNIR
FANGGÆSLAVANANS
379
ný benda á að einsagan er ekki samfelld hugmyndafræði sem til-
tekinn hópur fræðimanna hefur tileinkað sér, heldur eru þetta
hugmyndir sem menn hafa nýtt sér í mjög mismunandi miklum
mæli í verkum sínum, oft án þess að kenna sig sérstaklega við
hana.20 Þetta hefur að sumu leyti verið styrkur einsögunnar hing-
að til en nú tel ég svo komið að brýnt sé orðið að skilgreina hug-
myndafræði, aðferðir og markmið einsögunnar og þoka henni
jafnframt inn á nýjar brautir, þar sem nokkurs ruglings gætir í
sambandi við merkingu hennar, eins og dæmin sanna.
í tilraun sinni til að tengja mig ítölsku einsögunni, furðar Loft-
ur Guttormsson sig á því að ég hafi vísvitandi sleppt að nefna
sagnfræðinga sem hann telur að vinni með hugmyndafræði ein-
sögunnar utan Ítalíu. Hann nefnir í þessu sambandi Le Roy
Ladurie, David Sabean, Hans Medick og Palle Ove Christiansen.
Sannleikurinn er sá að ég þekki verk þessara fræðimanna vel, en ég
er einfaldlega þeirrar skoðunar að þá sé ekki hægt að flokka sem
einsögumenn, nema að sjálfsögðu þýska fræðimanninn Hans
Medick. Þeir nýta sér vissulega hugmyndir og þætti úr hug-
myndafræði einsögunnar en aðferðafræði þeirra og kenninga-
rammi er annar. Rannsókn Sabean, til dæmis, sem nefnist Kinship
in Neckarhausen 1700-1870, sem Loftur nefnir sérstaklega, er
miklu frekar hefðbundin fjölsögurannsókn í anda ákveðinnar teg-
undar byggðasögu (local history), rétt eins og þau fræði hafa verið
stunduð í Þýskalandi og víðar í áratugi.21 Sabean vinnur að lang-
mestu leyti með formlegar stofnanir á ákveðnu svæði og yfir mjög
langt tímabil og meðhöndlar þær á sama hátt og félagssagnfræð-
ingar hafa gert lengi. Á það skal svo sannarlega fallist að rit Sabean
er afar flókið og yfirgripsmikið, bæði efnislega og aðferðafræði-
lega, en það verður að teljast hæpið að kenna það við einsöguna.
20 Hér má vísa í skematíska mynd sem birtist í greininni „Félagssagan fyrr og nú“,
bls. 24, en hún sýnir hvaða öfl hafa verið að verki við mótun einsögunnar í um-
ræddum löndum.
21 Um þessa tegund sagnfræði ræðir Páll Björnsson í nýrri ritgerð: „Netalagnir og
þverskurðargröftur. Um staðbundna kynja- og hugtakasögu.“ Islenskir sagn-
frœðingar. Seinna bindi. Viðhorf og rannsóknir. Ritstj. Loftur Guttormsson,
Páll Björnsson, Sigrún Pálsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík
2002), bls. 451-458.