Skírnir - 01.09.2002, Page 159
SKÍRNIR
FANGGÆSLA VANANS
381
ist þeirrar tilhneigingar gæta í umfjöllun fjölmargra félagssagn-
fræðinga, þar á meðal Lofts Guttormssonar, að öll dýrin í skóg-
inum eigi að vera vinir.25 En þá er gengið út frá því að forræði
ákveðinnar hugmyndafræði sé fylgt. Loftur nefnir þetta aðferða-
fræðilega fjölhyggju sem ég tel að feli í sér ákveðið afstöðuleysi
sem komi í veg fyrir skörp skoðanaskipti milli fræðimanna. Nið-
urstaðan er því oft fegruð mynd yfirlitssögunnar sem Loftur hef-
ur nú gerst einn helsti talsmaður fyrir ásamt Hjalta Hugasyni
guðfræðiprófessor og Gunnari Karlssyni prófessor í sagnfræði
við Háskóla Islands.26 Mér virðist hugmyndafræði yfirlitsritanna
byggjast á þeim skilningi á hlutverki sagnfræðinnar að hún geti
endurgert fortíðina og fyllt upp í þær eyður sem blasa við. Þannig
er því haldið fram að sagnfræðinni fleygi sífellt fram og meiri vit-
neskja verði til; sarpurinn fyllist og að lokum verður til mynd
sem lýsir upp sögu okkar. Hugmyndafræði þessi lítur framhjá
ólíkum nálgunum sagnfræðinnar, hvernig þessi þekking verður til
og er fengin; hún er góð svo framarlega sem hún nær inn í yfir-
litsritin. Það er hinn eiginlegi mælikvarði.27 Þessari hugsun hafna
ég alfarið.
25 Ég mun koma síðar að þessu atriði en þessi áhersla er áberandi í umfjöllun
sagnfræðinga í Sögu 2000, aldamótaútgáfu Sögufélags á stöðu sagnfræðinnar í
landinu.
26 Hjalti Hugason fór fyrir hópi fræðimanna sem rituðu Kristni á íslandi sem út
kom árið 2000. Eins og kunnugt er þá hefur Gunnar Karlsson varið nokkrum
hluta starfsævi sinnar í að rita kennslubækur. Sjá bók Gunnars Karlssonar, Að
lœra af sögu. Creinasafn um sögunám. Ritsafn Sagnfræðistofnunar Háskóla ís-
lands 30 (Reykjavík 1992). Hann hefur rökstutt þá iðju með margvíslegum
hætti en langfæstir sagnfræðingar sem leggja eitthvað til yfirlitssögunnar sýna
fram á fræðilegar forsendur sínar. Þess í stað ganga þeir að því sem vísu að hún
sé takmark í sjálfu sér.
27 Hér má vísa í nýlegt yfirlitsrit eftir þekktan sagnfræðing og umfjöllun um gildi
þess í fagtímariti. Sjá Alfred W. Crosby, The Measure of Reality: Quantification
and Western Society 1250-1600 (Cambridge 1997). Nýleg útgáfa af American
Historical Review birti þrjár ritgerðir sem tóku fyrir verk Crosby undir yfir-
skriftinni: „Counting and Power“ og fjalla um gildi rita af þessu tagi: sjá Roger
Hart, „The Great Explanandum." American Historical Review 105 (apríl
2000), bls. 486H-93; Margaret C. Jacob, „Thinking Unfashionable Thoughts,
Asking Unfashionable Questions.“ American Historical Review 105 (apríl
2000), bls. 494-500; Jack A. Goldstone, „Whose Measure of Reality?" Americ-
an Historical Review 105 (apríl 2000), bls. 501-508.