Skírnir - 01.09.2002, Page 160
382
SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON
SKÍRNIR
(3) Höfuðmarkmið greinarinnar „Félagssagan fyrr og nú“ er
að benda á þá miklu möguleika sem íslensk sagnfræði hefur við
mótun einsögunnar nú um stundir. Ég tek þar fram að þessar hug-
myndir allar, hvort sem þær eru ættaðar frá Bretlandi, Frakklandi,
Bandaríkjunum, Ítalíu eða Þýskalandi, séu í mikilli gerjun víða um
heim og ég sjái fyrir mér að íslenskir sagnfræðingar geti tekið þátt
í þeim umskiptum. Ég hef með öðrum orðum ekki kosið að ger-
ast talsmaður einhvers eins skóla, heldur hvatt fræðimenn til að
nýta sér það sem þeir telja álitlegt úr þessum fræðahefðum og þróa
í tengslum við íslenskar heimildir og veruleika. I formála bókar-
innar Einsagan - ólíkar leiðir, sem ég og meðritstjóri minn Erla
Hulda Halldórsdóttir rituðum, er hnykkt á þessari áherslu þegar
innihaldi greinar minnar er lýst: „Sigurður Gylfi telur að einsagan
sé enn í mótun í heiminum og íslenskir sagnfræðingar og aðrir sem
leggja stund á þjóðfélagsrannsóknir geti lagt þung lóð á vogarskál-
ina við að móta aðferðir hennar."28 Sjálfur hef ég unnið í samræmi
við þessa áskorun frá árinu 1998, eins og kemur skýrt fram í grein
minni í bókinni Molar og mygla árið 2000. Raunin er sú að í þeim
greinum sem ég hef birt um einsöguna á síðastliðnum tveimur
árum hef ég gagnrýnt harðlega hugmyndafræði einsögunnar eins
og hún er stunduð í löndum á borð við Ítalíu og Þýskaland, svo
ekki sé minnst á hinn engilsaxneska heim og Frakkland.29 Nokkr-
ir fyrrverandi nemendur mínir hafa einnig brugðist með róttæk-
28 Erla Hulda Halldórsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon, „Formáli - Imba
mey og afkomendur hennar." Einsagan - ólíkar leióir. Átta ritgerðir og eitt
myndlistarverk (Reykjavík 1998), bls. 9.
29 Sjá eftirtaldar greinar: Sigurður Gylfi Magnússon, „Einsaga á villigötum?" ís-
lenskir sagnfrœðingar. Seinna bindi. Viðhorf og rannsóknir. Ritstj. Loftur Gutt-
ormsson, Páll Björnsson, Sigrún Pálsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon
(Reykjavík 2002), bls. 467-476. - Sigurður Gylfi Magnússon, „Sársaukans land.
Vesturheimsferðir og íslensk hugsun." Burt - og meir en bœjarleið. Dagbcekur
og persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta 19. aldar. Sýnisbók íslenskr-
ar alþýðumenningar 5. Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku
saman (Reykjavík 2001), bls. 13-69. - Sigurður Gylfi Magnússon, „The Conto-
urs of Social History. Microhistory, Postmodernism and Historical Sources.“
Mod nye historier, bls. 83-107. - Sigurður Gylfi Magnússon, „Einvæðing sög-
unnar", bls. 100-141.-Sigurður Gylfi Magnússon, „The Singularization ofHi-
story: Social History and Microhistory within the Postmodern State of
Knowledge." Mun birtast í Journal of Social History vorið 2003.