Skírnir - 01.09.2002, Page 161
SKÍRNIR
FANGGÆSLA VANANS
383
um hætti við þessari sömu áskorun, eins og kemur fram í verkum
sagnfræðinganna Davíðs Ólafssonar og Sigrúnar Sigurðardóttur.30
Loftur Guttormsson kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að
þessar nýju hugmyndir mínar, sem hann finnur flest til foráttu,
hafi orðið til vegna gagnrýni hans á bókina Menntun, ást og sorg.
Ég hafi ætlað að rannsókn mín hefði skírskotun til stærri heildar
en þeirra rannsóknareininga sem ég vann með í bókinni, en þegar
mætir menn hafi bent á að það gengi ekki upp þá hafi ég í þessari
„klípu“ hrakist út í þær „ófærur" sem ég nefni einvæðingu sög-
unnar!31 Ég ætla að láta lesendum eftir að dæma slíkan málflutn-
ing en bendi áhugasömum á að kynna sér grundvallarhugmyndir
hinnar eigindlegu hugsunar félagsvísindanna.32 Þar er venjulega
gerð grein fyrir því hvernig lítil eining (einstaklingur, atburður eða
lítið samfélag) geti verið eins konar spegilmynd fyrir stærri heild
og hvernig slík nálgun er frábrugðin hinni megindlegu aðferð sem
Loftur Guttormsson heldur svo mjög á loft. Sömu sögu er að segja
um hugmyndafræði einsögunnar; einn af hornsteinum hennar er
hugtakið „eðlilegar undantekningar“ (normal exceptions) sem
snýst einmitt um mikilvægi þess að einblína á einstakar einingar,
að sýna fram á þýðingu þeirra fyrir sagnfræðilega umfjöllun. Sá
einstaklingur sem þykir á einhvern hátt skera sig úr heildinni
vegna gerða sinna eða hugsunar er gjarnan metinn út frá forsend-
um þess sem valdið hefur. Slíkt mat kann hins vegar að vera í
ósamræmi við félagslega stöðu viðkomandi einstaklings og lífs-
hlaup eins og því vindur fram við hversdagslegar aðstæður. Þannig
getur dæmdur maður verið fordæmdur fyrir „glæp“ sinn í tilteknu
umhverfi á meðan hann er lofaður fyrir sama gjörning við aðrar
aðstæður á heimavelli. Mál þess sem þannig er ástatt fyrir flokkast
30 Davíð Ólafsson, „Fræðin minni. Einsaga, póstmódernismi og íslensk sagn-
fræði“, bls. 55-99. - Sigrún Sigurðardóttir, „Tilbrigði við fortíðina. Um einsögu
og hið póstmóderníska ástand.“ Tímarit Máls og menningar 60 (1999), bls.
12-26.
31 Loftur Guttormsson, „Smátt og stórt í sagnfræði“, bls. 461—462.
32 Sjá til dæmis eftirfarandi rit: Handbook of Qualitative Research. Ritstj. Norm-
an K. Denzin og Yvonna S. Lincoln (Thousand Oaks 1994). - Steven J. Taylor
og Robert Bogdan, Introduction to Qualitative Research Methods: The Search
for Meaning (New York 1984).