Skírnir - 01.09.2002, Page 162
384
SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON
SKÍRNIR
undir „eðlilegar undantekningar" og einsögufræðingar leggja
áherslu á að meta aðstæðurnar og heimildirnar í því ljósi, að end-
urgera samband texta og þeirra sem þar koma við sögu. Það verð-
ur hins vegar ekki gert nema rannsóknareiningin sé af viðráðan-
legri stærð. Um þessa hugsun er víða fjallað í einsöguritum og þar
á meðal í flestum ritsmíðum mínum.
Guido Ruggiero, sem áður var vitnað til, svarar gagnrýni á ein-
söguna á eftirfarandi hátt: „Þeir [gagnrýnendur] hafa einnig haft
tilhneigingu til að draga í efa mikilvægi þeirra röksemdafærslna
sem byggja á einu tilteknu máli. Þeirri gagnrýni er auðvelt að
svara, þó svo að flestar einsögurannsóknir byggist á einu viðfangs-
efni, þá hvílir það oftast á mun breiðari rannsóknargrunni ...“33
Þetta má sjá á rannsóknum hans sjálfs og nánast allra annarra ein-
sögumanna. Ruggiero er hér að vísa til þess að margir gagn-
rýnendur einsögunnar hafa alls ekki náð að komast úr megindlega
hamnum þegar fjallað er um hana. Fræðimenn á borð við Loft
Guttormsson hafa verið mjög uppteknir af spurningunni hversu
dæmigerðir þessir einstaklingar, atburðir eða einingar eru fyrir
heildina.34 Þannig hafa þeir algjörlega misskilið undirstöðuatriði
einsögurannsókna. Einsögumenn hafa þráfaldlega bent á að það sé
nauðsynlegt að nálgast röklega uppbyggingu rannsókna sem taka
fyrir litlar einingar á annan hátt en þegar unnið er með fjölsögu-
legt efni, efni sem fellur undir hina svonefndu „vísindalegu sagn-
fræði“. Sú leið sem farin er innan einsögunnar nefnist á ensku „the
evidential paradigm", sem ég hef kosið að þýða sem „aðferð um
sönnunarstefnu".35 Þar er gert ráð fyrir að rannsókn á smáum ein-
ingum kalli á mjög nákvæma greiningu á táknum og merkingum í
heimildum og að við öflun heimilda og sannana sé tekið mið af því
markmiði með því að lesa inn í texta og endurbyggja stöðu þeirra
sem við sögu koma. Rannsóknarleið einsögumannsins hefur oft
33 Guido Ruggiero, „The Strange Death of Margarita Marcellini", bls. 1146.
34 Sjá ritdóm Lofts um bók mína Menntun, ást og sorg í tímaritinu Sögu 36 (1998),
bls. 318.
35 Sjá umfjöllun um þetta hugtak í eftirtaldri grein: Sigurður Gylfi Magnússon,
„Að kasta ellibelgnum. Hugmyndafræði sagnfræðilegrar textaútgáfu.“ 2. ís-
lenska söguþingið 30. maí-1. júní 2002. Ráðstefnurit II. Ritstj. Erla Hulda
Halldórsdóttir (Reykjavík 2002), bls. 144-159.