Skírnir - 01.09.2002, Page 165
SKÍRNIR
FANGGÆSLAVANANS
387
2000 nálgast viðfangsefni sín á svipaðan hátt. Enn á ný er ástæða
til að benda á að meginhugmyndin felst í þeirri hugsun að fortíð-
in verði endursköpuð með vísindalegum aðferðum sagnfræðinnar
og það sé aðalhlutverk sagnfræðingsins að draga hana fram.
Niðurstaða slíkrar endursköpunar er yfirlitið, breið og samfelld
þekking á fortíðinni. Hér er því horft framhjá þeirri staðreynd að
sagan verður aldrei endursköpuð og mynd sú sem dregin er upp
af fortíðinni verði að langmestu leyti til í höfði sagnfræðingsins.
Með afstöðu sinni verða áðurnefndir höfundar Sögu 2000 af því
tækifæri að skilgreina stöðu íslenskrar sagnfræði í aldarlok, en
þess í stað er henni lýst sem einni samfelldri sigurgöngu.39
3. Kenning = stórsaga f
Sagnfræðin er eitt og fortíðin annað. Sagnfræðingar láta stundum
eins og þetta tvennt sé einn og sami hluturinn og þegar þeir vinni
verk sitt vel eigi þeir góða möguleika á að draga fram glataðan tíma.
Til sé eitthvað sem nefnist vísindaleg sagnfræði og fari fræðimenn
að settum reglum nái þeir að galdra fram fortíðina. Eg er hræddur
um að þessi skilningur á hlutverki sagnfræðinnar sé æði útbreiddur,
eins og höfundar í Sögu 2000 sanna margir. Orsökina er að finna hjá
sagnfræðingum sjálfum, því þeir hafa oft látið eins og það sé heilagt
hlutverk þeirra að draga fram í dagsljósið löngu gleymda tíð.40
En vegna þess að fortíðin er eitt og sagnfræðin annað er glíma
sagnfræðinga við hið fyrrnefnda endalaus. Fræðimenn geta nálg-
ast fortíðina á svo margan hátt að ekki verður tölu á komið. Þess
vegna er sífellt verið að endurrita söguna, eins og stundum er
komist að orði, þar sem nýtt sjónarhorn eða hagsmunir eru uppi
og einhver telur nauðsynlegt að halda þeim á loft.
Sagnfræðin er í þessum skilningi orðræða um fortíðina, en
ekki fortíðin sjálf endurborin. Hún er mannanna verk, niður-
39 Gott dæmi um slíkan málflutning er grein Inga Sigurðssonar í áðurnefndu
tímariti: „Þróun íslenzkrar sagnfræði frá miðöldum til samtímans." Saga 38
(2000), bls. 9-32.
40 Um þetta hafa fjölmargir sagnfræðingar fjallað. Sjá til dæmis Keith Jenkins, Re-
thinking History (Lundúnum 1991), bls. 5-26. - M.C. Lemon, The Discipline
of History and the History of Thought (Lundúnum 1995), bls. 135-174.