Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 166
388
SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON
SKÍRNIR
staða sagnfræðingsins. Fræðimaðurinn býr til kvíar (categories)
til að rannsaka viðfangsefni sitt og skilyrðir þá merkingu sem
þeim er ætlað að búa yfir. Og það sem meira er, fræðimaðurinn
mótar þau verkfæri eða leiðir sem nýttar eru til að greina atburði
og aðstæður sem eru til umræðu. Þannig fær hann eða hún málið
og auðnast að ræða um þau efni sem hugurinn girnist. Fortíðin er
texti sem sagnfræðingurinn les og ljær merkingu. Sagnfræðingur-
inn sníður sjálfum sér stakk, styðst við hugmyndir um viðfangs-
efnið eða kenningar sem aftur móta rannsóknarspurningar sem
verða í brennidepli. Þessum rannsóknarspurningum er ætlað að
vera leiðandi, kenningarnar sem þannig eru nýttar eru settar fram
á meðvitaðan hátt með það eitt í huga að leiða rannsóknina áfram
á tiltekna braut; að greina það sem sagnfræðingurinn telur vera
hismið frá kjarnanum. Sú greining verður þó ekki borin saman
við fortíðina sjálfa, við „það sem gerðist", heldur aðeins við aðra
frásögn af atburðinum eða aðstæðunum sem eru til umfjöllunar.
Samanburðurinn getur verið við frumheimildir, sem eru þó ekk-
ert annað en skriflegar frásagnir af því sem gerðist (ekki atburð-
urinn sjálfur), eða niðurstöður annarra sagnfræðinga. Sagnfræð-
in er þannig „mannvirki" en ekki fortíðin sjálf. Það að beita
kenningu af yfirvegun, að móta rannsóknarspurningarnar í sam-
ræmi við viðfangsefnið, er því nauðsynlegt en það tryggir ekki að
sagnfræðingurinn komist nær fortíðinni eða viðfangsefni sínu.
Aðeins að hann skilgreini tengsl sín við rannsóknarefnið á með-
vitaðan hátt. Þess vegna verður að varast að umgangast hugtök af
hvaða tagi sem er sem tímalaus og varanleg, jafnvel hugtök eins
og kona og karl og önnur slík sem fólki eru töm úr daglegu lífi.41
Þegar allt kemur til alls er „sagnfræði kenning og kenning er
byggð á hugmyndafræðilegum grunni og hugmyndafræði er að-
eins efnislegir hagsmunir", eins og breski sagnfræðingurinn Keith
Jenkins heldur fram í bók sinni Re-thinking History.42
41 Sjá greinar Geirs Svanssonar, „Ósegjanleg ást. Hinsegin sögur og hinsegin fræði
í íslensku samhengi." Skímir 172 (haust 1998), bls. 476-527. - Geir Svansson,
„Kynin tvö/Kynstrin öll. Um kynusla, kyngervisútlaga og efni(s)legar eftir-
myndir." Flögð og fögurskinn. Ritstj. Jón Proppé (Reykjavík 1998), bls. 124-140.
42 Keith Jenkins, Re-thinking History, bls. 19.