Skírnir - 01.09.2002, Page 167
SKÍRNIR
FANGGÆSLA VANANS
389
Ég hef rakið stuttlega þær ástæður sem ég tel að liggi að baki
sagnfræðilegum rannsóknum. Ég kynni ekki til sögunnar róttæk-
ar hugmyndir, þvert á móti er hér lýsing á vinnulagi og stöðu
sagnfræðinnar og sagnfræðinga sem ég held að margir fræðimenn
geti tekið undir. Kenningu er hér lýst sem meðvitaðri hugmynd
eða rannsóknartilgátu sem stýrir að nokkru leyti rannsóknarferl-
inu eða beinir því á tiltekna braut. Ég man ekki eftir einum einasta
sagnfræðingi sem ég hef lesið á undanförnum tveimur áratugum
sem beitir ekki kenningum við rannsóknir sínar þó svo að það sé
gert af mismikilli einbeitingu og tiltrú á opinberunareiginleikum
þeirra.43 Með þetta í huga þá sá ég ekki ástæðu til að gera grein
fyrir skilningi mínum á hugtakinu kenning í einvæðingargrein
minni. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmyndaflug til
þess að ætla að hægt væri að gera ágreining um notkun þessa
grundvallarhugtaks í sagnfræði, hvað þá að byggja gagnrýni í heilli
tímaritsgrein á slíkri hugsun.
Ekki fer á milli mála að þegar ég ræði um stórsögur og notkun
þeirra í sagnfræði í einvæðingargrein minni er ég að vísa í tiltekna
fræðiumræðu innan sagnfræðinnar, og á öðrum fræðasviðum, þar
sem kenningar eru einfaldlega ekki til umræðu. Ég fullyrði að þar
sé greinarmunurinn svo skýr á hugtökunum tveimur að hann þurfi
ekki að ræða; annars vegar lýsing á samhengi ákveðinna rannsókna
og tengsl við heimildir og afmarkaðar aðstæður sem alltaf er sett
fram á meðvitaðan hátt og gjarnan rædd í texta (kenning), og hins
vegar samfelld röksemdafærsla um þjóðfélagsþróun yfir löng tíma-
bil sem er óháð einstökum aðstæðum (stórsögur). Mikilvægt er að
hafa í huga að kenningar voru alls ekki til umræðu í einvæðingar-
grein minni, þar var áherslan öll á stórsögurnar og áhrif þeirra.
Loftur Guttormsson tekur hins vegar þann kost að sniðganga
fræðiumræðuna um stórsögur en leiðist þess í stað út í langar
43 Þessu eru gerð ágæt skil í bók Alun Munslow, Deconstructing History (Lund-
únum 1996) þar sem höfundur sýnir fram á að þeir sem eru á móti kenningum
f hugvísindum, fræðimenn á borð við íslandsvininn Arthur Marwick (kennslu-
bók hans um sagnfræðilegar aðferðir var kennd um árabil í inngangsnámskeiði
við sagnfræðiskor Háskóla íslands), eru nánast undantekningar frá reglunni.
Sjá umfjöllun um aðferðir og hugsun Marwicks í bók Richard J. Evens, In
Defense of History (New York 1999), bls. 60—63.