Skírnir - 01.09.2002, Page 168
390
SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON
SKÍRNIR
vangaveltur um mikilvægi kenninga fyrir sagnfræðilegar rann-
sóknir. Það sem meira er, hann ákveður upp á sitt einsdæmi að
kenningar og stórsögur séu einn og sami hluturinn. Þetta óvenju-
lega heljarstökk Lofts verður þess valdandi að umfjöllun hans nær
aldrei almennilega sambandi við innihald einvæðingargreinar
minnar og lendir fyrir bragðið í ógöngum, í einhvers konar fræði-
legu Ódáðahrauni.
Á níunda áratug 20. aldar fór fram fræðileg umræða um stöðu
kenninga í sagnfræðirannsóknum hjá þeim hópi sagnfræðinga sem
kenndur hefur verið við félagsvísindin. Þessir fræðimenn virtust á
tímabili óttast að áhangendur póstmódernískrar hugmyndafræði
hefðu í hyggju að kasta kenningum fyrir róða. Sumir voru svo
svartsýnir að þeir töldu að slík sagnfræði myndi enda sem nokk-
urs konar þjóðlegur fróðleikur.44 En þessum ótta var að sjálfsögðu
eytt og menn á borð við þýsku sagnfræðingana Alf Liidtke og
Hans Medick bentu á að þeir beittu kenningum óhikað við rann-
sóknir sínar þó svo að þeir réðust gegn stórsögum á borð við ný-
væðinguna. Síðan hefur lítið sem ekkert borið á þessari gagnrýni í
fræðaheiminum.45 Þýski sagn- og lýðfræðingurinn Konrad H.
Jarausch var einn þeirra sem tók þátt í þessari umræðu um stöðu
kenninga í sagnfræði og gerði grein fyrir henni í tímaritinu
Central European History fyrir rúmum tólf árum.46 Jarausch
bendir á að þýski sagnfræðingurinn Jurgen Kocka hafi í verkum
44 Sjá sem dæmi fræga ritdeilu milli þeirra Perez Zagorin og Frank R. Ankersmith
þar sem þessi áhyggjuefni koma fram. Sjá Frank R. Ankersmith, „Histor-
iography and Postmodernism." History and Theory 28 (1989), bls. 137—153.
Perez Zagorin, „Historiography and Postmodernism: Reconsideration." Hi-
story and Theory 29 (1990), bls. 263-274.
45 Um stöðu kenninga í fræðirannsóknum má víða lesa en Robert F. Berkhofer, Jr.
gerir þessari umræðu ágæt skil í bók sinni: Beyond the Great Story. History as
Text and Discourse (Cambridge, Mass. 1995), bls. 249-263. Það skal tekið fram
að ákveðinn hluti póstmódernista dró í efa gildi kenninga og þeir hinir sömu
bentu á að þær væru alltaf hluti af samfélagslegum aðstæðum samtímans og því
aðeins gríma hinnar vísindalegu aðferðar. Um þetta ræðir meðal annars Berk-
hofer á bls. 250 í bók sinni.
46 Konrad H. Jarausch, „Towards a Social History of Experience: Postmodern
Predicaments in Theory and Interdisciplinarity." Central European History 22
(1989), bls. 427-443.