Skírnir - 01.09.2002, Page 170
392
SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON
SKÍRNIR
Eftir á að hyggja hefði ég átt að gera ráð fyrir að einhverjum
kynni að detta í hug að slá saman fræðiumræðunni um kenningar
og stórsögur. Það er óneitanlega vísað jöfnum höndum í nývæð-
ingu (modernization) og nývæðingarkenningu sem stórsögu, þó
svo að kenningarendingunni sé hnýtt aftan við hugtakið. Strangt
til tekið er munur þarna á sem ég sá ekki ástæðu til að ræða í ein-
væðingargrein minni. Til þess að skýra stuttlega við hvað er átt má
segja að hægt sé að beita nývæðingarkenningunni markvisst, sem
kenningu en ekki sem stórsögu, með því að tefla henni meðvitað
fram sem rannsóknarlíkani. Þetta geri ég til dæmis í bók minni
Fortíðardraumar, sem væntanleg er á næstu misserum, með því að
fylgja ákveðnu rannsóknarefni eftir og sýna hvernig nývæðingar-
menn myndu skýra framvindu þess. Með öðrum orðum, þarna er
nývæðingunni beitt sem kenningu sem skýrir rannsóknarferlið út
á beinan hátt. Langoftast verkar nývæðingin sem ómeðvituð stór-
saga í rannsóknum fræðimanna. Hér má taka sem dæmi rannsókn-
ir Lofts Guttormssonar, en þær hafa oftast gengið inn í fyrirfram-
gefna ramma stórsögunnar. Læsisrannsóknir Lofts, sem hann hef-
ur birt á síðustu áratugum, eru lýsandi dæmi.49 Ekki fer á milli
mála að Loftur ritar þar rannsóknarniðurstöður sínar inn í mót
tveggja stórsagna sem haldast í hendur, nefnilega nývæðingu og
upplýsingu, sem stýra áherslum hans við rannsóknina. Þannig
kemst Loftur að því að læsi hafi náð almennri útbreiðslu hér á
landi fyrir tilstuðlan kirkju (píetismans) og ríkis sem á tímum
upplýsingar var að tileinka sér framsæknar hugmyndir um þátt-
töku þegnanna í samfélagsheildinni. Stórsögurnar leiða hann
ómeðvitað að þessari niðurstöðu, en þar kemur fram trúin á fram-
farir og markvissa framþróun samfélagsins. Þessari rannsóknar-
niðurstöðu hef ég andmælt, meðal annars í doktorsritgerð minni
og víðar, með því að leita eftir skýringum á stöðu menningarinn-
ar í tjáningu fólksins sjálfs, tjáningu sem var byggð á hefðum sam-
félagsins og niðurnjörvuð í samspili vinnu, menntunar og afþrey-
ingar.50 Þær hugmyndir höfum við Davíð Ólafsson sagnfræðing-
49 Sjá til dæmis grein Lofts „Læsi.“ Islensk þjóðmenning VI. Munnmenntir og
bókmenning. Ritstj. Frosti F. Jóhannsson (Reykjavík 1989), bls. 117-144.
50 Sjá til dæmis Sigurð Gylfa Magnússon, „From Children’s Point of View. Child-