Skírnir - 01.09.2002, Side 171
SKÍRNIR
FANGGÆSLA VANANS
393
ur útfært í grein sem nefnist „Barefoot Historians".51 Þar er gerð
tilraun til að víkja sér undan ofurvaldi stórsögunnar og koma auga
á önnur öfl sem eru að verki í samfélaginu og höfðu mikil áhrif á
mennta- og menningarmál landsmanna á 18. og 19. öld.
I bókinni Molar og mygla skilgreini ég ítarlega þrjú hugtök
sem ég taldi að væru mikilvæg fyrir einvæðingarhugmyndina.
Þetta eru hugtökin stórsaga {grand narrative/metanarrative),fjöl-
saga (macrohistory) og yfirlitssaga (general history). Að gefnu til-
efni er ástæða til að skýra stuttlega frá hugmyndinni að baki þýð-
ingunni á orðinu macrohistory, nefnilega fjölsaga á íslensku. Hún
er rétt eins og einsöguþýðingin frekar einföld. Þar sem flestar fé-
lagssögurannsóknir sem flokkast undir fjölsögur nýta sér fjöl-
marga þræði í uppistöðu sína, þótti við hæfi að bera kennsl á þá
eiginleika sérstaklega í þýðingunni og einnig vegna þess að þetta
einkenni er einmitt andstaðan við nálgun einsögunnar. I fjölsögu-
legum rannsóknum er lögð áhersla á að greina margþættar form-
gerðir samfélagsins með hliðsjón af virkni og hugsun hópa eða
stærri heilda innan þess. Þannig verður rannsóknarsviðið dreift og
fjölþætt. Út frá þessari hugsun er nýyrðið fjölsaga mótað, en Lofti
Guttormssyni finnst sú þýðing jafn ótæk og orðið einsaga. Ástæð-
una fyrir óánægju sinni gefur hann þó ekki upp. Fræðimenn vinna
síðan upp úr hinum fjölsögulegu rannsóknum einþráða frásögn
sem myndar hryggjarstykkið í yfirlitssögunni. Hún verður Sagan
með stóru s-i. Þýðingin er í góðu samræmi við hugmyndir fræði-
manna um merkingu þessara hugtaka, til dæmis í félagsvísindun-
um.52 í tengslum við hugmyndina um einvæðingu sögunnar reyni
hood in Nineteenth Century Iceland." Journal of Social History 29 (vetur
1995), bls. 295-323.
51 Sigurður Gylfi Magnússon og Davíð Ólafsson, „Barefoot Historians: Ed-
ucation in Iceland in the Modern Period." Writing Peasants. Studies on Peasant
Literacy in Early Modern Europe. Ritstj. Klaus-Joachim Lorenzen-Schmidt og
Bjorn Poulsen (Árósum 2002), bls. 175-209.
52 Sjá til dæmis greinar í bókinni The Micro-Macro Link. Ritstj. Jeffrey C. Alex-
ander, Bernhard Giesen, Richard Múnch og Neil J. Smelser (Berkeley 1987),
sérstaklega Hans Haferkamp, „Complexity and Behavior Structure, Planned
Associations and Creation of Structure“, bls. 177-178 og einnig Richard
Múnch og Neil J. Smelser, „Relating the Micro and Macro“, bls. 356-387.