Skírnir - 01.09.2002, Síða 172
394
SIGTJRÐUR GYLFI MAGNÚSSON
SKÍRNIR
ég að sýna fram á hvernig þessi hugtök ríma við áðurnefndan
skilning minn á sagnfræði og fortíðinni. Ég geri jafnframt tilraun
til að útskýra hvaða lausn ég hafi á þeim vanda sem ég þykist
greina hjá sagnfræðingum sem treysta á stórsögurnar, miðla efni
sínu í fjölsögulegum stíl til þess að komast inn í yfirlitsritin og
hafa þannig áhrif á skilning okkar á því sem nefnt hefur verið
„framvinda sögunnar".
Þessi tengsl milli fjölsögulegra rannsókna (sem flestar félags-
sögulegar rannsóknir flokkast undir) og yfirlitstilrauna af hvaða
tagi sem er hafa verið lengi á dagskrá sagnfræðinga. Á níunda ára-
tug 20. aldar og fram á þann tíunda var mikið kallað eftir skýrari
tengslum þar á milli. Bandaríski sagnfræðingurinn Thomas Bend-
er fór fyrir þeirri umræðu ásamt starfsbróður sínum Peter N.
Stearns, en þeir tóku víða í verkum sínum fyrir þörfina á yfirlits-
ritum.531 einu slíku, sem vakti athygli sagnfræðinga, hafði Bender
eftirfarandi að segja: „Það sem áunnist hefur [með fjölsögulegum
rannsóknum] er að sviðin eru fundin og þeim hefur verið lýst með
fjölbreytilegu móti. En þar sem þau eru oft talin lúta sínum eigin
lögmálum fáum við enga mynd af heildinni og hvernig þessi svið
eða leiðir liggja saman eða hvort þau nokkurn tímann skarast."54 I
kjölfar þessarar umfjöllunar settu margir sagnfræðingar yfirlitsrit-
in efst á dagskrá sína, rit sem tóku saman helstu niðurstöður allra
þeirra fjölsögulegu rannsókna sem unnar höfðu verið á undan-
förnum áratugum.55
53 Sjá til dæmis Peter N. Stearns, „Social History and History: a Progress
Report," Journal of Social History, 19 (vetur 1985), bls. 319-334.
54 Thomas Bender, „Wholes and Parts: The Need for Synthesis in American Hi-
story." Journal of American History 73 (júní 1986), bls. 127. Sjá viðbrögð við
þessum hugmyndum Bender: David Thelen, Nell Irvin Painter, Richard Wight-
man Fox, Roy Rosenzweig og Thomas Bender, „A Round Table: Synthesis in
American History." Journal of American History 74 (júní 1987), bls. 107-130.
- George M. Fredrickson, „Commentary on Thomas Bender’s Call for Synt-
hesis in American History.“ Reconstructing American Literary and Historical
Studies. Ritstj. Gúnther Lenz, Harmut Keil og Sabine Bröck-Sallah (New York
1990), bls. 74-81. Sjá einnig Thomas Bender, „‘Venturesome and Cautious’:
American History in the 1990s.“ Journal of Ameriican History 81 (desember
1994), bls. 992-1003.
55 Hér má benda á fjölmörg dæmi, eins og að samtök sagnfræðinga í Bandaríkj-
unum hafa gefið út ritröð sem nefnist Essays on Global and Comparative Hi-