Skírnir - 01.09.2002, Page 177
SKÍRNIR
FANGGÆSLAVANANS
399
á meðal þegnanna eftir settum reglum. Ég einsetti mér að forðast
þetta hlutverk því ég þóttist sjá að það myndi fljótlega snúast
upp í fanggœslu vanans. Fræðimenn falla oft í þá gryfju að telja
það hlutverk sitt að standa vörð um „viðurkenndar“ vinnuað-
ferðir og hugmyndir, og berjast gegn nýbreytni sem verður á
vegi þeirra. Hún ógnar skipulagi og hefðbundnum reglum aka-
demíunnar.
Það er eitt af mikilvægustu verkefnum háskólasamfélagsins að
koma í veg fyrir að fanggæsla vanans verði viðvarandi ástand.
Fræðimenn hafa haft mismunandi ástæður til að bregða sér í þetta
hlutverk en þeir hafa margir snúist öndverðir gegn fyrirbærum
eins og kvennasögu, kynjasögu, gagnrýnum hugmyndum um
þjóðernið, póstmódernisma, einsögu og fleira. Fanggæslurnar
halda oft á lofti merki nývæðingarinnar og telja að allar gjörðir
okkar verði að miða til framfara, að við verðum að leitast við að
safna að okkur sem mestri þekkingu, því þannig náum við að bæta
líf okkar og stöðu. Sú hugmyndafræði gerir ráð fyrir að við mun-
um að lokum, þegar grein eins og sagnfræðin hefur náð þeim
þroska, skilja til hlítar sögu okkar og fortíð. Einvæðing sögunnar,
og álíka loftfimleikar, eru ógn við slíka hugmyndafræði. Framlag
þess háttar rannsókna getur aldrei orðið innlegg í safn til sögu
landsins.
En ýmislegt bendir til að nýir tímar séu að renna upp í fræða-
heiminum, sem taka fagnandi hugmyndum og hugsun sem ekki
hefur átt upp á pallborðið. Sú umfjöllun sem átti sér stað á hádeg-
isfundum Sagnfræðingafélags Islands vorið 2000 um póst-
módernismann var uppbyggileg og innihaldsrík, hvort sem menn
tóku undir með þeim sem skipuðu sér í sæti póstmódernista eða
voru á öndverðum meiði. Þar var tekist á um inntak fræða og vís-
inda nútímans og hvaða skírskotun þau hefðu í nútíð, fortíð og
framtíð.
Hætt er við að allar þær hugmyndir sem hér hafa verið ræddar
verði fanggæslunni að bráð er fram líða stundir og þegar ný kyn-
slóð setur mark sitt á rannsóknarsamfélagið. Það virðist vera óum-
flýjanleg örlög okkar allra.