Skírnir - 01.09.2002, Page 183
SKÍRNIR
HVER Á ÍSLENSKA MENNINGU ?
405
Samfylkingin
Lokakaflinn í grein Gauta fjallar um samhengið á milli andstöðu
Jónasar frá Hriflu við fornritaútgáfu Halldórs Laxness í upphafi
fimmta áratugarins og þess skipulagða menningarstarfs sem ís-
lenskir sósíalistar hófu á fjórða áratugnum. Gauti minnir á að það
menningarhugtak sem lá til grundvallar því starfi hafi verið inn-
blásið „af ríkjandi vinstristefnum erlendis frá, ekki síst „samfylk-
ingu“ (e. popular front) vinstriflokka, borgaraflokka og annarra
hópa sem snerust gegn evrópskum fasisma á árunum eftir valda-
töku nasista í Þýskalandi 1933“.4 Forsenda samfylkingarinnar var
sú að Stalín breytti frá fyrri stefnu og hvatti kommúnista víða um
heim til að starfa með öðrum vinstriflokkum. Jafnhliða var boðuð
díalektísk sýn á menningarlega, þjóðlega arfleifð; í stað þess að
kasta henni fyrir róða í uppbyggingu framtíðarríkisins var mælst
til þess að hún yrði endurskilgreind og nýtt í þágu byltingarinnar.
Gauti setur fornritaútgáfu Halldórs Laxness, sem og útgáfu
Máls og menningar á Islenzkri menningu eftir Sigurð Nordal, í
samhengi við þessa stefnubreytingu - hér megi sjá samfylkinguna
í verki á menningarsviðinu. Samkvæmt þeirri uppstillingu er Jónas
frá Hriflu staðgengill fasista í íslensku umhverfi, en það var ein-
mitt það hlutverk sem vinstrimenn skipuðu honum gjarnan í þeg-
ar sló í brýnu á milli þeirra og Jónasar á fjórða og fimmta áratugn-
um. Gauti skrifar: „Með því að tryggja forræði yfir arfi þjóðarinn-
ar í nafni alþýðunnar, og nýtingu hans til frekari listsköpunar,
storkaði samfylkingin kringum Mál og menningu þeirri tegund
þjóðernishyggju sem Jónas frá Hriflu stóð fyrir, sem virtist líta á
„menninguna" sem safn dýrgripa sem ekki mætti hreyfa við og
halda bæri frá almúganum."5
Enda þótt mér þyki sjónarhorn Gauta á þessar deilur bæta
nýrri vídd við þá mynd sem ég dreg upp í mínum bókum grunar
mig að myndin sé enn flóknari. Þannig orkar það tvímælis að segja
að Jónas frá Hriflu hafi viljað halda „menningunni" frá almúgan-
4 Gauti Sigþórsson, „Njáluslóðir“, s. 531.
5 Sama rit, s. 533-534.