Skírnir - 01.09.2002, Page 185
SKÍRNIR
HVER Á ÍSLENSKA MENNINGU ?
407
ljótar S. Kristjánsdóttur að margir og ólíkir þættir móti menning-
arsöguna. Áþekkan lærdóm má draga af útgáfusögu Islenzkrar
menningar. Hún staðfestir ekki aðeins þau orð Bergljótar að ís-
lensk borgarastétt hefði verið „margklofin í afstöðu sinni til hug-
mynda og uppátækja Jónasar frá Hriflu", heldur sýnir hún hvern-
ig einstaklingar á borð við Sigurð Nordal gátu orðið fyrir barðinu
á þeim klofningi.
Arfur Islendinga
Nú þegar sextíu ár eru liðin frá útkomu Islenzkrar menningar
kann ýmsum lesendum bókarinnar að koma á óvart að höfundur
hafi séð sig knúinn til að gera grein fyrir stjórnmálaskoðunum sín-
um í formála. En sú var raunin. Sigurður skrifar m.a.:
Þetta rit ber ekki minjar neinnar annarrar stjórnmálaskoðunar en minnar
eigin. Hún er ógn einföld, helzt í því fólgin, að takmark allrar stjórnar og
stjórnmála sé að leyfa sem flestum, helzt öllum, einstaklingum að njóta
sín, ráða sér og þroskast við eðli þeirra og hæfi, búa þeim sem bezt skil-
yrði þess, - forsjá annarra nái því betur tilgangi sínum sem hún er í meira
hófi höfð. Mér er engin launung á þessu, og eg er alveg eins fús til þess að
segja það þeim lesendum, sem kunna að vera á gagnstæðu máli.8
Yfirlýsing Sigurðar ber keim af þeim boðskap sem finna má í rit-
um breska nytjastefnumannsins Johns Stuarts Mill. I síðbúnum
ritdómi um Islenzka menningu sem birtist í Tímariti Máls og
menningar árið 1984 segir Gunnar Karlsson raunar að þessi póli-
tíska trúarjátning sé „ekkert annað en frjálshyggja og þjóðernis-
hyggja sem var kjarninn í hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins á
þessum tíma“. Gunnar bendir jafnframt á að Sigurður sé á þessum
stað í forspjallinu að svara aðkasti fyrir að gefa bók sína út „hjá
kommúnistaforlaginu Máli og menningu".9 Sigurður notar að vísu
8 Sigurður Nordal, Islenzk menning, fyrsta bindi, Reykjavík: Mál og menning
(1942), s. 27. Framvegis verður vísað til þessa rits í meginmáli með blaðsíðutali í
svigum.
9 Gunnar Karlsson, „Saga í þágu samtíðar eða Síðbúinn ritdómur um íslenska
menningu Sigurðar Nordal", Tímarit Máls og menningar 45 (1984), s. 22.