Skírnir - 01.09.2002, Page 186
408
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
ekki svo afdráttarlaust orðalag sjálfur en í forspjallinu rifjar hann
upp að bók sín hafi fyrirfram verið dæmd „eftir „nafni og rykti“
þeirrar stofnunar, sem sá um prentun, pappír og dreifingu“ (s. 27).
Gunnar Benediktsson gerði forsögu útgáfunnar einnig að umtals-
efni í ritdómi sínum um Islenzka menningu í Tímariti Máls og
menningar árið 1943. Áður en bókin „fékk að sjá þessa dags ljós
út úr blýryki prentsmiðjunnar", segir þar, „þá var hún jöfnum
höndum orðin hin mest þráða og dáða og einnig mest ofsótta og
smáða bók, sem fyrirheit hefur verið gefið um á íslenzka tungu".10
Forsaga útgáfunnar var vissulega bæði löng og flókin. I for-
spjalli sínu rekur Sigurður rætur verksins aftur til náms- og mót-
unarára sinna í Kaupmannahöfn og Oxford á fyrsta og öðrum ára-
tug aldarinnar. Skrifaði hann fyrst drög að bók á ensku um ís-
lenska sögu og menningu sem ætluð var útlendingum en ákvað
síðan að fjalla fyrst rækilega um efnið á íslensku fyrir Islendinga.
Áður en að þau skrif hófust, segir Sigurður, „talaðist svo til með
mér og formanni Máls og menningar, að eg skipulegði ritverk, sem
okkur kom saman um að nefna Arf íslendinga, og yrði íslenzk
menning einn hluti þess“ (s. 26).
Líkt og Gauti rekur í sinni grein, hafði Bókafélagið Mál og
menning verið stofnað af Félagi byltingarsinnaðra rithöfunda í
samvinnu við Bókaútgáfuna Heimskringlu árið 1937. Var Kristinn
E. Andrésson, fyrrum nemandi Sigurðar í íslenskum fræðum við
Háskóla Islands, formaður félagsins. Markmið fyrirtækisins var
að gefa út góðar bækur á lægra verði en almennt tíðkaðist og selja
í áskrift til félagsmanna. Þeim fjölgaði hratt og voru orðnir 4.600
um mitt ár 1939.* 11 Meðal útgáfubóka fyrstu starfsárin voru fræði-
ritið Vatnajökull eftir Niels Nielsen, skáldsagan Móðirin eftir
Maxim Gorkí, myndabók með listaverkum Jóhannesar Kjarvals
og útgáfa Sigurðar Nordals á kvæðaúrvali Stephans G. Stephans-
sonar. I bók sinni Enginn er eyland víkur Kristinn E. Andrésson
að þessari starfsemi og segir um öran vöxt Máls og menningar:
10 Gunnar Benediktsson, „íslenzk menning“, Tímarit Máls og menningar 6
(1943), s. 125.
11 „Til félagsmanna", Tímarit Máls og menningar 2 (1939), s. 41.