Skírnir - 01.09.2002, Side 187
SKÍRNIR
HVER Á ÍSLENSKA MENNINGU?
409
„Árið 1939 hófst [...] aldan enn hærra með áætluninni um útgáfu
á Arfi íslendinga undir ritstjórn Sigurðar Nordals, eftir skyndileg-
an innblástur sem ég fékk úti í Viðey einn vorfagran sólskins-
dag.“12
Arfur Islendinga var fyrst kynntur opinberlega í júlíhefti
Tímarits Máls og menningar 1939 með svohljóðandi auglýsingu:
„Nýtt stórvirki fyrir Mál og menningu að leysa af hendi: Rit um
ísland og íslendinga, náttúru landsins, sögu þjóðarinnar, menn-
ingu, bókmenntir og listir, verður gefið út 1943.“13 í bréfi frá út-
gáfustjórninni til félagsmanna í sama hefti kemur fram að tilefni
þessa stórvirkis sé 100 ára afmæli endurreisnar Alþingis og 25 ára
afmæli fullveldisins sem bæði beri upp á árið 1943. „En þetta er
ekki einungis minningarár," segir í bréfi stjórnarinnar. „Það er úr-
skurðarár um örlög þjóðarinnar í framtíðinni. Þá standa Islend-
ingar á þeim vegamótum að eiga að ákveða, hvort þeir taki málefni
sín framvegis að öllu leyti í sínar hendur eða ekki.“14
í upphafi var gert ráð fyrir að efni ritraðarinnar skiptist niður
á bindin fimm þannig að fyrsta bindi yrði rit um náttúru íslands
en annað og þriðja bindi fjölluðu um íslenskar minjar, bókmennt-
ir og listaverk. Hópur höfunda, bæði fræðimenn og skáld, áttu að
koma að ritun þessara bóka. Fjórða og fimmta bindið áttu síðan
að geyma verk Sigurðar Nordals, Islenzka menningu. Hver bók
átti að vera yfir 300 síður í stóru broti og fagurlega skreytt ljós-
myndum og listaverkum. Hér var mikið færst í fang en hugmynd-
in var að félagsmenn Máls og menningar greiddu fyrir verkið fyr-
irfram með 5 króna árlegu aukagjaldi á árabilinu 1939 til 1943 og
myndu því hafa greitt 25 krónur fyrir bindin fimm þegar bækurn-
ar litu dagsins ljós. Félagsmönnum var líka gefinn kostur á að
styrkja útgáfuna með frjálsum framlögum.
Ekki veit ég hvernig bókaklúbbi gengi nú á tímum að fá áskrif-
endur til að byrja að greiða á þessu ári fyrir óséða bók sem vænt-
anleg væri úr prentsmiðju að fimm árum liðnum. Markaðssetning
12 Kristinn E. Andrésson, Enginn er eyland. Tímar rauðra penna, Reykjavík: Mál
og menning (1971), s. 334.
13 Auglýsing, Tímarit Máls og menningar 2 (1939), s. 39.
14 „Nýtt útgáfustórvirki", sama rit, s. 43.