Skírnir - 01.09.2002, Síða 188
410
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
Arfs íslendinga virðist hins vegar hafa skilað tilætluðura árangri. í
nóvemberhefti Tímarits Máls og menningar árið 1939 er a.m.k.
fullyrt að margir félagsmenn hafi þegar greitt árgjald sitt til útgáf-
unnar og ýmsir jafnvel innt af hendi 25 krónur fyrirfram fyrir öll
árin. Þá hafi margir lofað styrktargjaldi, allt frá 40 og upp í 1.000
krónur hver einstaklingur.15 Ljóst er að Mál og menning var á
þessum tíma mikið hugsjónafyrirtæki og að ýmsir félagsmenn
tóku þátt í þeirri hugsjón af lífi og sál. I þessu tilviki var þó um að
ræða útgáfuverkefni sem byggðist á táknrænum höfuðstól rit-
stjórans, svo vísað sé til hugtaks úr smiðju franska félagsfræðings-
ins Pierres Bourdieu.16 í bréfi sínu til félagsmanna sumarið 1939
viðurkenndi stjórn Máls og menningar að forsenda útgáfunnar á
Arfi íslendinga væri starf prófessors Sigurðar Nordals. Hann
hefði ekki aðeins leyst af hendi glæsileg ritverk á sviðum íslenskr-
ar sögu, þjóðmenningar og bókmennta, „heldur alið upp menn
eða örvað menn til rannsókna í þessum efnum, svo að nú eigum
við allmikið val manna, sem haldgóða og víðtæka þekkingu eiga á
lífi íslenzku þjóðarinnar".17
í hausthefti tímaritsins var birt bréf frá ánægðum félagsmanni,
Gísla H. Erlendssyni, sem tók undir þetta sjónarmið. Gísli segir
þar að íslenskt sveitafólk
ætti nú ekki annað eftir en skella skollaeyrum við því, þegar mesti lær-
dómsmaður þjóðarinnar í sögu og menningu hennar sjálfrar kemur með
margra ára starf sitt og athugun og vill gefa henni það. Nei slíkt skeður
aldrei. Það eru margir góðir menn og mætir, sem standa að Arfi Islend-
inga. En nafn Sigurðar Nordals eitt er næg trygging fyrir því, að þetta rit
verður kærkomið hverjum hugsandi manni. Og það væri meira en með-
alskömm, ef útgáfan þyrfti að stranda á féleysi.18
Sigurði er lýst sem handhafa íslenskrar menningar og guðföður
traustrar þekkingar á henni. Nafn hans eitt og sér sé trygging þess
að áskrifendur Arfs Islendinga fái pund sitt ávaxtað.
15 „Til félagsmanna", Tímarit Máls og menningar 2 (1939), s. 64.
16 Sjá m.a. Pierre Bourdieu, „What makes a social class? On the theoretical and
practical existence of groups", Berkeley Journal of Sociology 32 (1987), s. 1-18.
17 „Nýtt útgáfustórvirki“, s. 47.
18 „Bréf frá félagsmönnum“, Tímarit Máls og menningar 2 (1939), s. 88.