Skírnir - 01.09.2002, Page 189
SKÍRNIR
HVER Á ÍSLENSKA MENNINGU?
411
Rangir erfingjar
Fimmtudaginn 20. júlí 1939 birtist forystugrein í Morgunblaðinu
undir heitinu „1943“. Þar er vakin athygli á „að mikið standi til hjá
útgáfufyrirtæki því, sem kommúnistar standa að, Mál og menning
heitir það víst, í sambandi við merkisárið 1943“. Síðan eru rakin
áform forlagsins um útgáfu Arfs íslendinga og þau harðlega for-
dæmd:
íslenska þjóðin þekkir svo vel starfsemi kommúnista, fyr og síðar, að hún
mun aldrei sætta sig við það, að þeir beri uppi merki þjóðarinnar - í einu
eða neinu - á því augnabliki, sem stigið verður síðasta skrefið í sjálfstæð-
isbaráttunni. Slíkt er svo fjarri heilbrigðri hugsun, að það er blátt áfram
stór móðgun við þjóðina, að orða nokkuð í þá átt.
Leiðarahöfundur telur sýnt að hér verði á ferðinni pólitískt áróð-
ursrit; hann víkur t.d. að sögu sjálfstæðisbaráttunnar og spyr:
„Hvernig skyldu kommúnistar segja þessa sögu?“ Engu breyti
„þótt kommúnistar skreyti sína útgáfustarfsemi með nafni eins
eða fleiri mætra manna. Þeirra eigið nafn - kommúnistanna - næg-
ir til þess, að þjóðin frábiður sig allri hlutdeild í einu og öllu því,
sem þaðan kemur."19
Markmið þessara skrifa Morgunblaðsins er augljóslega að kasta
rýrð á Arf Islendinga og þá sem að verkinu standa. Röksemda-
færslan byggist á táknrænni hagfræði þar sem gefið er í skyn að sá
höfuðstóll sem felist í nafni manna eins og Sigurðar Nordals (sem
er þó aldrei nafngreindur) geti ekki vegið upp á móti skuldastöðu
kommúnista í pólitísku bókhaldi íslensku þjóðarinnar.
Sama dag og leiðarinn birtist var efnt til fundar í hinu pólitískt
skipaða Menntamálaráði íslands og samþykkt svohljóðandi til-
kynning til birtingar í blöðum og útvarpi: „Menntamálaráð Is-
lands hefur ákveðið að hefja um næstu áramót mikla útgáfustarf-
semi. Er í ráði að gefa út bæði útlend úrvalsrit í vönduðum þýð-
ingum og frumsamin rit til fróðleiks og skemmtunar."20 Tveimur
19 „1943“ (leiðari), Morgunbladið, 20. júlí 1939.
20 Tilvitnun tekin úr grein Gils Guðmundssonar, „Jónas Jónsson og Menningar-
sjóður", Andvari. Nýr flokkur 27 (1985), s. 90. Gils fjallar ítarlega um sögu