Skírnir - 01.09.2002, Page 190
412
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
dögum síðar birtist í Tímanum grein eftir Jónas frá Hriflu, þing-
mann Framsóknarflokksins og formann Menntamálaráðs, þar sem
útgáfuáform ráðsins eru kynnt frekar. Þar kemur fram að hug-
myndin sé að safna áskrifendum fyrir útgáfuna enda sé markmið-
ið að gera hverjum einasta landsmanni kleift „að eignast margar
góðar bækur fyrir lágt árgjald". Jónas gefur í skyn að Mennta-
málaráð hafi lengi undirbúið þetta átak en ljóst er að tímasetning-
in stendur í beinu sambandi við kynninguna á Arfi Islendinga og
að útgáfunni er beinlínis stefnt til höfuðs Máli og menningu. Að
mati Jónasar er „útgáfa kommúnista einn ákveðnasti liður í undir-
róðri þeirra og niðurrifsstarfsemi" á íslandi. Til að grímuklæða
áform sín hafi þeir hins vegar náð „fleiri og fleiri friðsömum borg-
urum á sitt vald til ritstarfa", gjarnan með loforði um ríflegar höf-
undargreiðslur, en síðan noti þeir „nöfn hinna „borgaralegu" höf-
unda sér til framdráttar". Jónas nefnir ekki nafn Sigurðar Nordals
í greininni en vísar til Arfs íslendinga í niðurlagi þegar hann lýsir
væntanlegri bókaútgáfu Menntamálaráðs og útgáfustarfi komm-
únista sem andstæðum pólum. í fyrra tilvikinu verði um að ræða
bókakost sem gefinn verði út „af íslendingum fyrir íslendinga, án
nokkurs stuðnings frá valdamönnum í framandi löndum“, en hins
vegar muni fyrirtæki kommúnista halda áfram að vinna að því
markmiði „að leysa sundur hið íslenzka þjóðfélag og afhenda
„arf“ þjóðarinnar í hendur rangra erfingja".21
Jónas skrifaði fleiri greinar í sama dúr á næstu misserum. Sú
viðamesta birtist í fjórum hlutum í Tímanum haustið 1940 undir
titlinum „Á forlagi Stalins. Alþjóðleg og óþjóðleg áróðursstarf-
semi“. Tilefnið voru áform um heildarútgáfu á ritum Gunnars
Gunnarssonar undir nafninu Landnáma. Að því verki stóðu með-
al annarra Sigurður Nordal og Kristinn E. Andrésson og þótti
Jónasi að sagan væri að endurtaka sig; nú ætluðu kommúnistar að
nota Gunnar Gunnarsson til framdráttar málstað sínum. í þessu
sambandi bendir Jónas á hve þjóðleg nöfn Kristinn E. og sam-
bókaútgáfu Menningarsjóðs fyrstu árin og ítök Jónasar frá Hriflu þar, allt fram
til ársins 1943, þegar mannabreytingar í ráðinu leiddu af sér að sjónarmið Jónas-
ar urðu þar undir.
21 Jónas Jónsson, „Bókasafn á hverju heimili", Tíminn, 22. júlí 1939.