Skírnir - 01.09.2002, Page 191
SKÍRNIR
HVER Á ÍSLENSKA MENNINGU?
413
starfsmenn hans velji „laxagirðingum“ sínum. Eftir að hafa talið
upp nöfn Heimskringlu, Arfs Islendinga, Máls og menningar og
Landnámu spáir Jónas svo um framtíð þessa ksenskufulla áróðurs
kommúnista: „Innan skamms verður lofsöngur Matthíasar, Ó guð
vors lands, safnheiti á ritum, þar sem Finnlendingar verða sóttir til
saka fyrir frelsisbaráttu sína veturinn 1939-40.“22 Pólitískt bak-
svið þessara skoðanaskipta er æði flókið, eins og þegar hefur kom-
ið fram, og tengist þróun í íslenskum stjórnmálum sem og al-
þjóðastjórnmálum á þessum árum, stríðsátökunum í Evrópu, auk
ómældrar andúðar Jónasar frá Hriflu á kommúnistum. Orð hans
um Finnlendinga vísa þannig til þess að Sósíalistaflokkurinn vildi
ekki fordæma innrás Sovétríkjanna í Finnland haustið 1939.
Af framansögðu ætti að vera ljóst að Sigurður Nordal stendur
í skotlínunni á vígvelli íslenskra stjórnmála þegar hann tekur að
sér að ritstýra Arfi Islendinga fyrir Mál og menningu. Leiðarahöf-
undur Morgunblaðsins og Jónas frá Hriflu líta á hann sem lið-
hlaupa í baráttunni um framtíð lands og þjóðar. Það er þeim mik-
ið pólitískt áfall að „kommúnistar" hafi sölsað undir sig þann
táknræna höfuðstól sem býr í prófessornum í íslenskum fræðum
við Háskóla Islands.
Fyrir Jónas var hér einnig um persónulegt áfall að ræða. Líkt
og Guðjón Friðriksson rekur í ævisögu Jónasar höfðu þeir Sigurð-
ur kynnst í Kaupmannahöfn laust eftir aldamót og varð vinskap-
ur þeirra svo náinn að Sigurður var guðfaðir beggja dætra Jónas-
ar.23 Hugmyndin að Menntamálaráði og Menningarsjóði var
raunar frá Sigurði komin en Jónas gerði hana að veruleika í ráð-
herratíð sinni í lok þriðja áratugarins. Jónas beitti sér einnig fyrir
því að Sigurður var kosinn fyrsti formaður Menntamálaráðs 1929
og gegndi hann því embætti til ársins 1931. Á þeim tíma kom
meira að segja til tals að Sigurður gæfi út rit eftir sig á vegum
Menningarsjóðs, en líkt og Gils Guðmundsson hefur bent á var
bókað á fyrsta fundi bókadeildar sjóðsins: „Þá skýrði Sigurður
22 Jónas Jónsson, „Á forlagi Stalins. Alþjóðleg og óþjóðleg áróðursstarfsemi",
Tíminn, 3. október 1940.
23 Guðjón Friðriksson, Ljónið öskrar, s. 208-218.