Skírnir - 01.09.2002, Page 192
414
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
Nordal frá því, að hann mundi bráðlega koma fram með tilmæli
um, að útgáfudeildin gæfi út bók sína um íslenska menningu. Eng-
in ályktun tekin um það að sinni."24 Það er því ekki að undra að
Jónas hafi brugðist hart við þegar hann frétti að Sigurður væri
kominn með þetta rit sitt inn á gafl hjá erkióvininum.
Flokkar og föðurlönd
Þó að Sigurður Nordal hafi ekki verið nafngreindur í Morgun-
blaðinu og Tímanum sumarið 1939 tók hann til sín þau ummæli
að „mætir menn“ hefðu glæpst til að leggja nafn sitt við áróðurs-
starf „kommúnista". Hinn 30. september birtist í Morgunblaðinu
svargrein hans við leiðaranum frá því í lok júlí. Þar staðhæfir Sig-
urður að hann sé einráður um efni Arfs íslendinga og hvorki
stjórn Máls og menningar né sá stjórnmálaflokkur sem nefndur sé
kommúnistaflokkur í leiðaranum hafi látið í ljós ósk um að hafa
þar áhrif. Og hann heldur áfram:
Jeg hefi gert grein fyrir áætluninni um ritið í hefti því af Tímariti Máls og
menningar, sem kom út í byrjun júlí, en greinarhöf. virðist ekki hafa les-
ið. Hvorki jeg nje aðrir þeir menn, sem þar eru nefndir, erum neinir
skrauthanskar á annarra manna höndum. Við höfum tekið að okkur að
vinna verk á eigin ábyrgð. Það hefði verið miklu hreinlegra af greinarhöf-
undi að nefna okkur með nöfnum - annaðhvort halda því fram, að við
værum kommúnistar og ætluðum „sem slíkir“ að falsa efni ritsins, eða
brennimerkja okkur fyrir að hafa ofurselt sál okkar og sannfæringu, -
heldur en að vera að dubba okkur upp sem „mætar“ leikbrúður undir
stjórn manna, sem eru alveg saklausir af nokkurri íhlutun um þetta mál,
hvaða syndir sem þeir annars kunna að hafa drýgt.25
Sigurður bendir á að fjöldi félaga í Máli og menningu sé svo mik-
ill að ef þeir væru allir kommúnistar sé stærð þess stjórnmálaafls
annaðhvort stórlega vanmetin eða bókmenntalegur áhugi meðal
þeirra með eindæmum mikill. Staðreyndin sé sú að félagar komi
24 Gils Guðmundsson, „Jónas Jónsson og Menningarsjóður“, s. 89.
25 Sigurður Nordal, „Arfur íslendinga", Morgunbíaðið, 30. september 1939.