Skírnir - 01.09.2002, Page 193
SKÍRNIR
HVER Á ÍSLENSKA MENNINGU?
415
úr öllum stjórnmálaflokkum og að áformin um Arf íslendinga
sanni að útgáfustjórnin hafi göfugri markmið en að dreifa pólitísk-
um áróðri. Þetta svar var endurprentað í nóvemberhefti Tímarits
Máls og menningar árið 1939 og við sama tækifæri var birt athuga-
semd stjórnar félagsins við „einkennilegum" ritgerðum Jónasar frá
Hriflu. Þar var því vísað á bug að Mál og menning væri rekið fyr-
ir erlent fé og ítrekað að félagar væru „hér um bil 5000 íslenzkra
manna og kvenna til sjávar og sveita, af öllum stéttum, flokkum og
skoðunum".26
Á næstu tveimur árum áttu þessar deilur eftir að magnast og
þróast í margþætt átök á milli Jónasar frá Hriflu og íslenskra lista-
og menntamanna. Þau snerust m.a. um afskipti Menntamálaráðs af
úthlutun listamannalauna, umdeild kaup ráðsins á íslenskum lista-
verkum, sýningu Jónasar á úrkynjaðri list, að ógleymdum lögun-
um um einkarétt ríkisins á útgáfu íslenskra fornrita. Sigurður
Nordal blandaði sér í flest þessara mála og tók jafnan afstöðu gegn
Jónasi. Að lokum kom að opinberu uppgjöri þessara tveggja
manna á síðum Tímans og Morgunblaðsins vorið 1942 í framhaldi
af bréfi sem íslenskir listamenn sendu Alþingi til að mótmæla
starfi Menntamálaráðs og „gerræðislegri vanstillingu formanns
þess“.27 Jónas sakaði Sigurð um að standa að baki þessari aðför
gegn sér en Sigurður brást við með því að sálgreina Jónas; hann
rakti framkomu þingmannsins og málflutning til „hjegómagirni,
sjálfshyggju, drottnunargirni og hlutdrægni“.28 Jónas hélt sig hins
vegar fast við hina pólitísku samsæriskenningu.
í grein í Tímanum 26. apríl skrifar Jónas m.a.: „Síðan Nordal
gekk á hönd forkólfum við útbreiðslustarfsemi kommúnista, hef-
ir hann slitið flest þau bönd, sem tengdu hann við hið borgaralega
mannfélag á íslandi.“ Við sama tækifæri segir Jónas að Sigurður sé
„einskonar fósturfaðir bókaútgáfu kommúnista“. Slíkt sé að vísu
ekki lagabrot en „meginhluti þjóðarinnar mun hafa ætlazt til að
26 „Einkennilegar ritgerðir eftir alþingismann. Athugasemd frá stjórn Máls og
menningar", Tímarit Máls og menningar 2 (1939), s. 85.
27 Guðjón Friðriksson, Ljónið öskrar, s. 218.
28 Sigurður Nordal, „Raunaleg ástarsaga", Morgunblaðið, 2. maí 1942.