Skírnir - 01.09.2002, Síða 194
416
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
kennarinn í bókmenntasögu við Háskóla íslands hefði hugðnæm-
ari hjáverkastörf“.29 Og áfram hamrar Jónas á þeim höfuðstól sem
felist í nafni Sigurðar og stöðu. I grein 10. maí skrifar hann að það
sæmi allra síst „móðurmálskennaranum við háskólann, sem hafði
auk þess hlotið sérstakan trúnað þjóðfélagsins í sambandi við rit-
störf, að láta verk sín verða að skrumauglýsingu fyrir eina stjórn-
málaflokk, sem starfað hefir á Islandi síðan á Sturlungaöld fyrir
útlent fé, og algerlega undir útlendri yfirstjórn".30 Hér er tónninn
orðinn annar og öllu harðari en þremur árum áður þegar Jónas lét
sér nægja að ræða um glópsku „friðsamra borgara“.
Sigurður víkur ekki að Arfi Islendinga í greinum sínum um
Jónas frá Hriflu í Morgunblaðinu en ritdeila þeirra er honum aug-
ljóslega ofarlega í huga þegar hann semur forspjall Islenzkrar
menningar um svipað leyti. Þar réttlætir hann þá ákvörðun sína að
gefa verkið út hjá Máli og menningu með því að það hafi á sínum
tíma verið fjölmennasta bókafélagið í landinu og hann hafi talið
það ótvíræðan kost að bókin „kæmist með því móti í hendur
miklu fleiri lesenda en annars virtist hugsanlegt“ (s. 26). Eftir að
hafa útskýrt pólitískar skoðanir sínar, og þar með svarið af sér
kommúnistastimpilinn, getur Sigurður þess að allir meginþættir
bókarinnar hafi verið „hugsaðir og afráðnir fyrir löngu og upphaf-
lega fjarri íslenzku dægurþrasi“. Sér hafi sjálfum verið tamt, allt frá
útivistarárum sínum forðum,
að hugsa um íslendinga sem eina heild, bæði horfnar kynslóðir og þá, sem
nú eru á dögum. Því hef eg verið tornæmur á hinn nýja sið, sem einkum
hefur verið boðaður og við gengizt eftir 1918, er stéttir tóku að skipta
flokkum: að flokkurinn væri hið sanna föðurland hvers manns, en and-
stæðingarnir útlagar, þótt liðsafla og skipakost brysti í bráðina að senda
þá út í hafsauga (s. 27-28).
Þessi sneið virðist bæði ætluð Jónasi frá Hriflu og pólitískum and-
stæðingum hans, en að baki má greina vonbrigði Sigurðar yfir því
29 Jónas Jónsson, „Það er Sigurður Nordal, sem samdi skjalið", Tíminn, 26. apríl
1942.
30 Jónas Jónsson, „Aldagamlir brennuneistar“, Tíminn, 10. maí 1942.