Skírnir - 01.09.2002, Qupperneq 195
SKÍRNIR
HVER Á ÍSLENSKA MENNINGU?
417
að bók sín skuli hafa orðið fyrir slíkum hremmingum, yfir því að
íslenska þjóðin skuli ekki vera ein heild, með eina sál.
Um það leyti sem Islenzk menning kom út birti Sigurður grein
í Tímariti Máls og menningar, þar sem hann gerði grein fyrir rót-
tækum breytingum sem orðið hefðu á útgáfuáætlun Arfs Islend-
inga.31 Ákveðið hefði verið að fresta útgáfu bindanna tveggja um
íslenskar minjar, en gefa þess í stað ekki út eitt heldur tvö bindi um
íslenska náttúru og að Islenzk menning kæmi út í þremur bindum
í stað tveggja. I heild myndi útgáfunni seinka, m.a. vegna þess að
Sigurður Þórarinsson, sem ætti að skrifa ritin um íslenska náttúru,
væri innlyksa í Svíþjóð vegna heimsstyrjaldarinnar. Sigurður Nor-
dal boðaði að síðari bindin tvö af Islenzkri menningu kæmu út árin
1943 og 1944 en útgáfudagar ritanna um íslenska náttúru réðust af
því hvenær nafni hans Þórarinsson slyppi heim. Oll þessi áform
fóru hins vegar út um þúfur. Islenzk menning var eina ritið sem út
kom hjá Máli og menningu undir samheitinu Arfur Islendinga.
Ætla má að ýmsar ástæður hafi legið þarna að baki. Verðbólga
og þá sérstaklega miklar verðhækkanir á pappír vegna stríðs-
ástandsins gerðu Máli og menningu erfitt fyrir, ekki síst þar sem
um var að ræða verk sem ýmsir félagsmenn höfðu greitt fyrirfram.
I sjónvarpsviðtali við Emil Björnsson nefnir Sigurður Nordal
reyndar aðrar ástæður fyrir því að annað og þriðja bindi Islenzkr-
ar menningar komu ekki út eins og til stóð. I fyrsta lagi hafi aðrir
höfundar Arfs íslendinga ekki lokið sínum verkum og Sigurð því
skort undirstöðurannsóknir fyrir sín skrif. Að auki, segir Sigurður,
er mjög erfitt að skrifa ærlega um sögu íslendinga, af því að flest af því, sem
um hefur verið skrifað, er miðað við sjálfstæðisbaráttuna og meira og
minna fölsuð saga. Loks skal ég geta þess, að á þeim árum, sem ég hefði átt
að skrifa þetta, þá þurfti ég að vinna fyrir mér, og það var ekki nokkur leið
annað en að taka hvað sem að bauðst í svipinn, í staðinn fyrir að vera með
langt rit í smíðum sem ekki gaf neitt af sér fyrr en eftir mörg ár.32
31 Sigurður Nordal, „Arfur íslendinga", Tímarit Máls og menningar 5 (1942), s.
286-288.
32 Emil Björnsson, „Nýtt vín á belgjum gamalla fræða", viðtal við Sigurð Nordal,
Minni og kynni. Frásagnir og viðtöl, Reykjavík: Bókaútgáfan Orn og Örlygur
(1985), s. 86.