Skírnir - 01.09.2002, Page 196
418
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
Sigurður nefndi ekki þær pólitísku deilur sem útgáfan var óneit-
anlega hluti af, en það má velta fyrir sér hvort þær hafi ekki líka
dregið úr honum að halda áfram með þetta viðamikla verkefni.
Haustblómið
Hér að framan var vitnað í ritdóm um Islenzka menningu sem
Gunnar Benediktsson birti í Tímariti Máls og menningar árið
1943. Þessi dómur er forvitnilegur í ljósi þess sem á undan var
gengið. Gunnar fullyrðir að rit Sigurðar marki tímamót í íslenskri
sagnfræði, sem fram að þessu hafi einkennst af borgaralegum við-
horfum með áherslu sinni á þrautleiðinlegar staðreyndir um menn
sem mikið bar á. „Skýring þessa lífleysis í sagnvísindum borgara-
legrar menningar", segir Gunnar, „mun vart vera að leita annars
staðar en í þeirri staðreynd, hve henni stóð djúpstæður stuggur,
þótt óljós væri, af að fást við söguleg lögmál þjóðfélagsfræðinn-
ar“.33 Sigurður Nordal reki hins vegar sögu þess „hvernig þjóðin
sem heild hefur þróazt, og sálfræðilegar, efnahagslegar og félags-
legar skýringar þeirrar þróunar“ (s. 134).
Hið stórfellda nýmæli þessarar sögu er viðhorf hennar gegn félagslegum
málum og grundvallarþýðingu stéttarbaráttunnar í þróun sögunnar. Skýr-
ing Nordals á stofnun Alþingis og hvötum þeim, er hún stjórnaðist af, er
sagnfræðileg uppgötvun, borgaralega séð. Vera má, að eitthvað af gull-
hringum detti af þeirri stofnun, þegar skýring hans er orðin viðhorf fjöld-
ans, og erfiðara verði úr þessu að benda íslenzkri alþýðu á Alþingi hið
forna sem skýlausa fyrirmynd og nota minningu þess sem hemil á frelsis-
baráttu hennar. Hinn fróði og skarpskyggni sagnfræðingur færir óhrekj-
andi rök að því, að það er ein ætt landsins, sem gengst fyrir stofnun Al-
þingis, til að tryggja völd sín í landinu og viðhalda þeim (s. 135).
Gunnar finnur m.ö.o. merki um marxíska söguskoðun í Islenzkri
menningu; Sigurður sé vísindamaður sem skýri „sögulega við-
burði út frá átökum og þróun þeirra þjóðfélagsafla, sem sterkust
eru í þjóðlífinu á hverjum tíma“:
33 Gunnar Benediktsson, „Islenzk menning“, s. 132. Framvegis verður vitnað til
þessa rits í meginmáli með blaðsíðutali í svigum.