Skírnir - 01.09.2002, Síða 203
SKÍRNIR
KYNNISFERÐ UM KRÓKALEIÐIR ...
425
þeim sem Stefán beitti síðar með frábærum árangri en af eðlilegum ástæð-
um ekki jafn kraftmikil og safarík. Lesendur Stafkróka hefðu þurft að
geta lesið þessa grein, sem hefst dásamlega á númeri skjals á skinni: „AM
Dipl. Isl. fasc. LXX, 7 er jarðakaupabréf gert við Stóru-Þverá í Fljótshlíð
21. okt. 1607.“2 Bréfið reynist vera skrifað á skafið blað úr handriti af
Guðmundar sögu góða eftir bróður Arngrím á Þingeyrum. Stefán rýnir í
letrið eftir að tekin er ljósmynd í útfjólubláu ljósi (sem nú er víst bannað)
og gefur textann nákvæmlega út með lesbrigðum úr heillegri handritum
textans. Hann metur síðan aldur handritsbrotsins af kostgæfni eftir stafa-
gerð og stafsetningu til um 1400, getur þess að engir broddar verði
greindir og segir meðal annars: „i er skotið inn á milli k og framtungusér-
hljóðs í skiærrar", en jafnframt: „r er með tveimur leggjum sem koma
saman að neðan, nokkuð opið, en nær ekki niður fyrir línuna“ (183).
Loks lítur hann til hinna handritanna og metur tengsl þeirra, en veltir í
lokaorðum fyrir sér hvernig réttast sé að gefa textann út, verði það gert að
nýju. Greinin er skemmtilega skrifuð og sömu hógværðar gætir og ein-
kennir stíl höfundar enn þann dag í dag: „Textinn er hér prentaður staf-
rétt eftir föngum“ (180) og „Ég hef gert lauslegan samanburð á brotun-
um“ (185).
Sama ár og greinin kom út gekk Stefán frá meistaraprófsritgerð við
Hafnarháskóla, Ortografien i islandske originaldiplomer indtil 1450, sem
hann skrifaði undir leiðsögn Jóns Helgasonar prófessors. Ekki væri verra
ef hún kæmist á prent við tækifæri! Tveimur árum síðar fékk Stefán starf
við Árnasafn, þar sem Jón réð ríkjum og fór mikinn. Árið 1963 kom út
fyrsta stórvirki Stefáns í ritröðinni Editiones Arnamagnæanæ, það er Is-
landske originaldiplomer indtil 1450 í tveimur bindum sem höfðu það
markmið „at fremlægge et dateret og stedfæstet materiale, som kunne tjene
til nærmere datering og geografisk placering af andre tekster fra samme
periode.“3 I öðru bindinu eru myndir af um 350 íslenskum frumbréfum
frá elstu tíð til miðrar 15. aldar (og fáeinum norskum). í hinu er texti
sömu bréfa og hefur útgáfuaðferð Stefáns síðan verið fyrirmynd annarra
útgefenda fornra texta. Á undan textanum fer gómsætur inngangur þar
sem nokkur falsbréf eru afhjúpuð og grein gerð fyrir öruggum eða mögu-
legum skrifurum ótal bréfa út frá aðferðafræðilegri reglu sem Stefán tek-
ur eftir Erik Neuman úr grein árið 1929: „Nár en enkelt person nævnes i
eller kan ses at have en vis interesse i alle eller i det mindste et vist antal
breve, der er skrevet med samme hánd, antages det at denne person har
2 Stefán Karlsson, „Um handrit að Guðmundar sögu bróður Arngríms.“ Op-
uscula 1 (1960), bls. 179. Blaðsíðutal framvegis í meginmáli.
3 Islandske originaldiplomer indtil 1450. Tekst. Utgefandi Stefán Karlsson. Kaup-
mannahöfn 1963, bls. vii. Framvegis er vísað til blaðsíðutals í þessu riti í megin-
máli.