Skírnir - 01.09.2002, Page 205
SKÍRNIR
KYNNISFERÐ UM KRÓKALEIÐIR ...
427
Halldórsson í Skírni árið 1963 (bls. 83-105), „Jónsbóks to ikke-inter-
polerede hándskrifter" eftir Ole Widding í Scripta Islandica árið 1967
(bls. 3-20) og „Nyt og gammelt fra Snæfjallaströnd" eftir Peter Spring-
borg í Afmælisriti Jóns Helgasonar árið 1969 (bls. 288-327). Einkennandi
fyrir þessi skrif er að þau byggja á umfangsmikilli og frumlegri rannsókn
handrita eða skjala en ekki er jórtrað á fullyrðingum annarra fræðimanna
í því skyni að sjá hvort þeir hafi ekki hugsanlega eða örugglega haft á
röngu að standa. Að nokkru leyti var byggt á hefð frá Jóni Helgasyni í
greinum hans og inngöngum að ljósprentunum handrita - má geta grein-
arinnar „Nokkur íslenzk handrit frá 16. öld“ í Skírni árið 1932 (bls.
143-68) - en á þessum árum var sem ungir fræðimenn fylltust fítonskrafti
sem lofaði afskaplega góðu.
Á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar streymdu frá Stefáni greinar
sem voru hver annarri betri: „Aldur Hauksbókar" og „Gömul hljóðdvöl
í ungum rímum“ árið 1964, „Perg. fol. nr. 1 (Bergsbók) og Perg. 4to nr. 6
í Stokkhólmi" árið 1967 og „Fróðleiksgreinar frá 12. öld“ árið 1969. Árið
eftir birtust fjórar stórmerkar greinar, sem eru „Ritun Reykjarfjarðarbók-
ar“, „Um Vatnshyrnu", „Resenshandrit“ (Opuscula 4, bls. 269-78) og
„Halldór Guðmundsson, norðlenzkur maður“, að ógleymdri „En marg-
inal i Codex Regius af Den ældre Edda“, þar sem Jonna Louis-Jensen var
meðhöfundur og sýnt er fram á að handritið hafi verið í höndum Magn-
úsar Eiríkssonar lögréttumanns í Njarðvík syðra áður en Brynjólfur bisk-
up Sveinsson eignaðist það.5 Sama ár kom út skrá þeirra Stefáns og Ólafs
Halldórssonar yfir allmörg handrit Jónsbókar sem ekki er getið í útgáfu
þess mæta rits frá 1904, og fylgdi skráin sem viðauki í Ijósprentaðri út-
gáfu. Á þessum árum skrifaði Stefán jafnframt nokkrar stuttar greinar í
uppsláttarritið Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, meðal
annars um skrifara og skrift. Afkastaárið 1970 fluttist Stefán að Handrita-
stofnun íslands í Reykjavík, síðar Stofnun Árna Magnússonar á íslandi
(eftirleiðis Árnastofnun). Skiljanlegt hlé varð á greinum, en fljótlega tók
hann sig til að nýju og árið 1976 birtust „Kringum Kringlu" og „Greftr-
un Auðar djúpúðgu" (Minjar og menntir. Afmalisrit helgað Kristjáni Eld-
járn, bls. 481-88). Árið eftir komu „Ættbogi Noregskonunga“ (Sjötíu rit-
gerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni, bls. 677-704), „Inventio crucis, cap.
1, og Veraldarsaga" (Opuscula 2, bls. 116-33) og „Misskilin orð og mis-
rituð í Guðmundar sögum“ (Gripla 2, bls. 121-31), en „Om norvagismer
i islandske hindskrifter" árið 1978 og „Islandsk bogeksport til Norge i
middelalderen" árið eftir það, sem og tvær styttri en litlu ómerkari grein-
ar, „Sex skriffingur“ (Opuscula 6, bls. 36-43) og „Skinnræmur úr Skál-
holtsbók (AM 351 fol.)“ (Gripla 3, bls. 124-27), að ógleymdri úttekt
5 Stefán Karlsson, Stafkrókar. Reykjavík 2000, bls. 244-48. Framvegis er vísað til
blaðsíðutals í þessari bók í meginmáli með stórt S fyrir framan tölu eða tölur.