Skírnir - 01.09.2002, Síða 206
428
MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
þeirra Aðalgeirs Kristjánssonar að beiðni Hæstaréttar á texta skjals sem
hugsanlega var falsað, nefnilega „Fimm hundruð ára dómur eða fals?“
(Gripla 3, bls. 104-14). Árið 1982 birtist „Uppruni og ferill Helgastaða-
bókar“ sem hluti af inngangi að ljósprentaðri útgáfu handritsins Perg. 4to
nr. 16 í Stokkhólmi, sem og „Saltarabrot í Svíþjóð með Stjórnarhendi"
(Gripla 5, bls. 320-32), en ári síðar kom langþráð fyrsta bindi af Guð-
mundar sögum biskups, sem þegar er getið, enn í ritröðinni Editiones
Arnamagnæanæ líkt og frumbréfin tveimur áratugum áður.
II
Vel má vera að ekki hafi margir sopið hveljur þegar „Aldur Hauksbókar"
birtist í færeyska tímaritinu Fróðskaparrit árið 1964, en full ástæða hefði
verið til þess. Greinin er vandvirknisleg og sannfærandi útfærsla á góðri
hugmynd, sem vissulega byggir á niðurstöðum fyrri fræðimanna á borð
við P. A. Munch, Finn Jónsson og Jón Helgason, en Stefán bætir um bet-
ur. Hér var á ferðinni nýstárleg greining á rithendi Hauks Erlendssonar
lögmanns, elstu rithendi nafngreinds íslendings líkt og Stefán tekur fram
í fyrstu setningu. Tvö bréf eru til með hendi Hauks frá 1302 og 1310 en
hann skrifaði líka stóran hluta handrits sem nú er geymt í þremur hlutum
(AM 371 4to, AM 544 4to, AM 675 4to). Þeir gegna nafninu Hauksbók
og hvíla tveir í Kaupmannahöfn en einn í Reykjavík. Einnig er til með
hendi Hauks brot úr landslögum Magnúsar konungs Hákonarsonar frá
1274. Hugmynd Stefáns kviknaði þegar hann tók eftir því að í tveimur at-
riðum væri veigamikill munur á stafagerð bréfanna tveggja:
- Langleggir bókstafanna /, p og þ enda oftast í krók að neðan og sá
krókur beygist til vinstri í bréfinu frá 1302 en til hægri í bréfinu 1310.
- I eldra bréfinu er aðeins ein gerð styttingartákns (bands) fyrir orðið
og sem líkist tölunni 7 eða stafnum /. Yngra bréfið hefur það band en tvö
afbrigði önnur líka. Annað líkist zetu án þverstriks en hitt zetu með þver-
striki (S 304).
Mismuninn útskýrir Stefán með því að Haukur hafi í síðara bréfinu
verið farinn að temja sér nýjung í útfærslu á og-bandi sem fór að gæta í
byrjun 14. aldar á Islandi og í Noregi, en í eldra bréfinu hafi hann fylgt
háttum langflestra skrifara á 13. öld. Ekki er vísað í rannsóknir þessu til
stuðnings heldur látið eins og hér fari nokkuð sem allir vita - reyndar
nokkuð sem Stefáni hættir til að gera í skrifum sínum og ég læt eina slíka
setningu úr inngangi að ljósprentun handritsbrota frá 1967 fylgja sem
dæmi: „As is well known, Icelandic differs from Norwegian in retaining
h before 1 and r except in a very few individual words. Even so, many
Icelandic manuscripts, especially from the thirteenth and fourteenth cent-
ury, show examples, some more, some less, of 1-, r- for hl-, hr-, so much
so that such forms must be said to be naturalised in written Icelandic in