Skírnir - 01.09.2002, Side 207
SKÍRNIR
KYNNISFERÐ UM KRÓKALEIÐIR ...
429
this period."6 En aftur að Hauksbók. Með ofangreind atriði að vopni tek-
ur Stefán til við að aldursgreina hana af óseðjandi nákvæmni og jafnframt
hugkvæmni, með úthugsaða reglu að leiðarljósi: „Regluleg skipting
skriftarsérkenna bréfanna tveggja milli afmarkaðra hluta Hauksbókar
mælir gegn því að þau séu tilviljun undirorpin ... og liggur þá næst að
hugsa sér að Haukur hafi unnið að bók sinni í áföngum" (S 305). Stefán
hlutar síðan bókina í þrennt með ofangreind skriftareinkenni í huga, svo
að úr verða Hbl frá sama tíma og eldra bréfið, Hb2 frá því milli þess að
bréfin voru skrifuð og Hb3 frá þvf um eða eftir að síðara bréfið var skrif-
að. Hér var komið tilhlaup að aðferð til rannsókna og vísir að mælikvarða
á það hvernig hægt væri að koma auga á og skilgreina breytingar á skrift
og þá um leið mismun milli skriftar tveggja eða fleiri skrifara.
Sömu aðferð hefur Stefán beitt síðan af einstöku næmi og tilfinningu
fyrir tækum atriðum til viðmiðunar - oft með undraverðum árangri.
Sumar athuganir hans beinast að einum skrifara og er úttekt hans á AM
122 b fol. í „Ritun Reykjarfjarðarbókar“ árið 1970 góður fulltrúi þeirra.
Handritið var illa farið þegar Árni Magnússon kom höndum yfir það á
sínum tíma og aðeins 30 blöð eru varðveitt. Fræðimenn höfðu margir haft
skoðun á því hversu margir menn hefðu skrifað handritið, kannski tveir,
kannski þrír eða jafnvel fjórir eða fimm. Stefán tekur af skarið og fullyrð-
ir að einn maður hafi skrifað það allt, þótt hann setji reyndar sérkennileg-
an fyrirvara fyrir þeirri niðurstöðu í lokin, jafnvel eins og honum standi
á sama: „Annars má vel vera að á V sé sérstök hönd“ (S 316). Handritið
er í fimm hlutum og Stefán rýnir í þá alla, með algengum fyrirvara hóg-
værðar fyrst: „Tekið skal fram að ekki hefur hver stafkrókur verið skoð-
aður af þessu tilefni, og auk þess er á það að minna að handritið er víða
tor- eða ólæsilegt" (S 311). Við greininguna notar Stefán einkum stafagerð
til vísbendinga, svo sem tvær gerðir af bókstafnum g og tvær tegundir af
s, en líka flóknari eða viðameiri atriði: „Munurinn á II og III er helzt í því
fólginn að lausir bogar við háleggi stafa ganga í II yfirleitt út frá háleggn-
um að ofan og skáhallt niður á við til hægri, en í III ganga þeir oft út frá
háleggnum miðjum upp á við og sveigjast stundum niður á við aftur" (S
312). Hann bætir og við fáeinum atriðum sem snerta stafsetningu, en það
gerði hann ekki í Hauksbókargreininni heldur fyrst árið 1967 í grein um
Bergsbók og annað handrit í Stokkhólmi. Þar segir meðal annars:
„Lengdartáknun samhljóða er mjög á reiki og bæði dæmi um einfaldan
samhljóða þar sem tvöfalds er að vænta og um hið öfuga“ (S 372).
Vinnureglu um þetta hafði Stefán orðað svo í inngangi að frumbréfa-
útgáfu sinni fjórum árum áður: „Skriften i disse breve kan virke noget
uensartet, men flere palæografiske og ortografiske ejendommeligheder
6 Sagas of Icelandic Bishops. Fragments of Eight Manuscripts. Kaupmannahöfn
1967, bls. 53.