Skírnir - 01.09.2002, Page 208
430
MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
som de har til fælles tyder dog pá, at de er skrevet med samme hánd.“ Út-
listun á þeim atriðum í fimm bréfum með hendi Sigurðar Jónssonar ábóta
á Möðruvöllum fyrir miðja 15. öld fylgir því miður ekki.7 Einkennandi
fyrir þann inngang allan er raunar skortur á rökstuðningi fyrir niðurstöð-
um, vafalítið vegna plássleysis og fyrirhugaðrar lýsingar á stafsetningu og
stafagerð sem þegar er getið: „det er mest sandsynligt at alle tre breve er
med samme hánd“ (xxvii); „alle fire tilsyneladende med samme hánd“
(xxxvii); „Palæografisk beslæget" (xxxvii) og „palæografisk slægtskab"
(il); „nærbeslægtet hánd“ (li, lviii) og „beslægtet hánd“ (lviii); „Hánden
genfindes vistnok" (lx) og „hánden genfindes" (lxi); „tilsyneladende med
samme hánd“ (xxxvii), „vistnok med samme hánd“ (lxii) og „med samme
hánd“ (li, liii, liv, lvii); „viser stor lighed med denne hánd“ (lxi) og „hánd-
en minder pá“ (lvi); „identisk med hánden" (liv). Viðmiðanir eru því væg-
ast sagt óljósar og lítið um útskýringar, en þó þetta:
- Notkun á dh og gh í léttiskrift (halvkursiv) Jóns Egilssonar fyrir
miðja 14. öld miðað við d og g í settaskrift (fraktur), auk notkunar hans á
punkti yfir i, sem var mjög fátítt þá. Einnig er hin séríslenska breyting vá
-> vó greinileg hjá honum, þótt líklega hafi hann verið norskur (xlv og
xlvii).
- Gegnumstrikun í háum bókstöfum við styttingu fer bratt upp til
hægri í þremur bréfum frá fyrsta aldarfjórðungi 15. aldar (lvii).
I greininni um Reykjarfjarðarbók eru stafsetningaratriðin heldur ekki
mörg (S 312) og stafagerðin ræður ferðinni til rökstuðnings þeirri niður-
stöðu að fyrst hafi skrifarinn skrifað tiltekna hluta handritsins, síðan
handritið AM 62 fol. með Ólafs sögu Tryggvasonar í einni lotu, en loks
klárað Reykjarfjarðarbók. Stafsetning var hins vegar í stjörnuhlutverki í
greininni „Um Vatnshyrnu“ frá sama ári þar sem Stefán sýndi á eftirtekt-
arverðan hátt með ítarlegri athugun á nokkrum eftirritum Árna Magnús-
sonar og Ásgeirs Jónssonar frá um 1686 að þeir hefðu skrifað eftir glöt-
uðu handriti með hendi séra Magnúsar Þórhallssonar, annars skrifara
Fiateyjarbókar. Meðal atriða sem byggt er á er að orðin fyrir, yfir og skyldi
eru skrifuð með y en sögninþykja með einföldu i, en jafnframt oftast „rit-
að hl- og hr-, en þó eru ‘h’-lausar ritmyndir allmargar, einkum af orðun-
um ‘hlutr’ og ‘hross’, sem nær alltaf eru ‘h’-laus“ (S 349). Með hliðsjón af
þessu og ýmsu öðru sýnir Stefán að séra Magnús muni hafa skrifað Vatns-
hyrnu eftir að þeir séra Jón Þórðarson luku við sjálfa Flateyjarbók (S
353-54).
I þessu birtist sá megingalli á aðferð, eða kannski frekar á umfjöllun,
Stefáns að ekki er skilgreint nógu nákvæmlega hvaða atriði geti skipt
mestu máli til að komast að niðurstöðu um mismun eða líkindi á skrift.
7 Islandske originaldiplomer indtil 1450. Tekst, bls. 1.