Skírnir - 01.09.2002, Side 209
SKÍRNIR
KYNNISFERÐ UM KRÓKALEIÐIR ...
431
Ráðist er á afmörkuð atriði, eitt og eitt í senn, en sjaldan hugað að sam-
hengi eða heild, með öðrum orðum grundvelli þess að yfirleitt sé hægt að
komast að gildri niðurstöðu. Hverjir eru til að mynda helstu og líka
smæstu þættir skriftar? Er það stafagerðin - eru það leggirnir, drættirnir,
sveigjurnar, opin? Er það halli bókstafa eða stærð og þá breidd eða hæð?
Hvernig spila þessi atriði saman? Og hvernig er hentast að athuga þessi
atriði og bera þau saman í líkri og ólíkri skrift? Hvar liggja síðan mörkin
þar sem skrift verður að annarri skrift og skrifari hættir að geta verið sami
maðurinn? Þessu hefur Stefán greinilega velt mikið fyrir sér en ekki gef-
ið sér tíma til að útbúa reglur til viðmiðunar eða sjá fyrir sér heild - þó
helst í erindi á fyrsta íslenska söguþinginu árið 1997, sem síðar verður
getið. Fyrir vikið verður orðalag of oft á þessa leið, svo sem í margnefndri
grein um Reykjarfjarðarbók: „áþekk skriftinni"; „Af sameiginlegum ein-
kennum“ og „einkenni sameigin"; „Hönd ... allskyld", „skyldari skrift-
inni“ og „með hendi skyldri sumum höndunum"; „aðrir stafir eru að
heita má allt að einu“ (S 316-18). í viðbót við greinina vegna útgáfu bók-
arinnar endursegir Stefán síðari umræðu um rithönd eða rithendur í
handritinu og segir meðal annars að tiltekin handrit séu með „nauðalíkri
hendi“ og að tiltekinn munur á skrift í nokkrum handritum sé „síst veiga-
minni“ en innbyrðis munur í Reykjafjarðarbók. Niðurstaðan er heldur
óljós og Stefán næstum varpar rýrð á eigin athuganir: „Óvíst verður því
að telja hvort á þessum mikla handritahópi séu handaverk eins, tveggja
ellegar þriggja skagfirskra skrifara" (S 328).
Hér vita lesendur ekki hvort Stefán fylgir sjálfum sér eða hvort hann
hefur skipt um skoðun, auk þess sem ólíklegt virðist að nokkurn tíma
verði komist að niðurstöðu. Undarlega sjaldan tekst líka samkomulag
meðal fræðimanna um rithendur og skriftarlag, sem ég held að stafi fyrst
og fremst af því að engin alvöru umræða hefur ennþá farið fram um for-
sendur heildstæðrar aðferðar við slíkt mat. Innsæi og yfirgripsmikil þekk-
ing eða reynsla eru látin duga, eins og til dæmis sést á orðum Stefáns um
fjögur blöð úr Stjórn (AM 229 II fol.): „After a quick glance at these leaves
I was inclined to identify the hand as that of the scribe of the other manu-
scripts listed here, but this identification is extremely uncertain. It is true
that each letter has almost exactly the same form as in the script of the
writer under discussion, but the letters are made with much less firmness
and assurance.“ Vissulega vottar hér og þar fyrir aðhlaupi að kerfisbund-
inni umhugsun, ef svo má að orði komast, til dæmis í sama inngangi um
ferðir og menntun skrifara: „We must recall, however, that a scribe may
have worked in more places than one, and if the manuscripts are the work
of various scribes, they may each have lived in different places, even
though they were clearly trained in the same school.“8 Eins í Reykjar-
8 Sagas of Icelandic Bishops, bls. 21 og 27.