Skírnir - 01.09.2002, Side 210
432
MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
fjarðarbókargreininni þegar nefnd eru áhrif frá forriti þegar rannsókn á
texta sýnir að skrifað var eftir tveimur forritum: „og verður þá enn skilj-
anlegra að handarlagið skuli ekki vera eins á þessum blöðum öllum, þó
að skrifari sé sameiginn“ (S 315). I báðum tilvikum er Stefán þó fyrst og
fremst að velta fyrir sér einangruðum atriðum sem fremur má líta á sem
undantekningar, eða eins og hann segir í greininni „Om norvagismer“,
sem er með því besta sem hann hefur skrifað um aðferðafræði vísinda
sinna: „er det vigtigt at sammenligne flere hándskrifter af samme tekst
for at efterspore om de blandt deres undtagelser fra normen viser tegn pá
samme slags ejendommeligheder" (S 186). Eg sakna þess að ekki skuli
vera meira til af slíku frá hendi Stefáns og þá í líkingu við það sem hann
í öðru samhengi skrifaði um aldur texta þegar hann árið 1994 gerði
Fljótsdæla sögu eldri en hún var talin vera: „En aldur elsta handrits seg-
ir ekki alla söguna. T.a.m. getur orðfæri texta verið með þeim hætti, að
óhugsandi sé að hann sé ekki drjúgum eldri en elsta handrit, því að eng-
inn maður á fyrri öldum hefur verið fær um að fyrna svo mál sitt að ekki
sé hægt - með nútímaþekkingu á málsögu að bakhjalli - að finna mis-
smíði á ... í annan stað geta einstakir rithættir og orðmyndir sem víkja
frá samtímamáli skrifara veitt vísbendingu um líklegan aldur forrits“ (S
126).
Annar galli, sem tengist hinum, er að eiginlega grípur Stefán aldrei til
þess að telja eða mæla, jafnvel þar sem koma mætti við og ná góðum ár-
angri með nokkurri hörku í slíku efni. Vissulega bætir nákvæm talning
ekki alltaf endilega miklu við þekkingu okkar, en tölur eiga það til að sýna
hluti og afstæður skýrar en mörg orð, jafnt í handritarannsóknum sem
öðrum fræðigreinum. Þá er rétt að grípa til þeirra og telja af miklum móð.
Hjá Stefáni eru setningar á borð við þessa algengar, en hún er hluti af sam-
anburði Kringlublaðs og Grágásarhandrita með hendi sama skrifara að
miklum hluta: „Mismunur er á tíðni sumra afbrigða í þessum tveim hand-
ritum. T.a.m. virðast límingarnir a + /og a + r vera hlutfallslega fátíðari í
Staðarhólsbók en á Kringlublaðinu, og sama máli gegnir um brotið / fyr-
ir ‘11*. Um það eru þrjú dæmi á fyrri síðu Kringlublaðsins, en í Staðarhóls-
bók hefur þess verið leitað árangurslaust á nokkrum blöðum hér og þar“
(S 267). Onnur eins setning kemur skömmu síðar: „Sá munur á skriftinni
sem mest stingur í augu er að d með beinum legg, sem rétt bregður fyrir
á stöku stað í Staðarhólsbók og Kringlu (einu sinni), er drjúgum algeng-
ara a.m.k. sums staðar í Konungsbók" (S 269). Vaxandi vitund um gildi
talningar birtist raunar í stórfenglegri grein árið 1985 um skinnbréfsbrot
sem í íornbréfasafni er eignað Jóni biskupi Arasyni en Stefán sýnir að var
skrifað fyrir hans daga. Níu bréf önnur frá árunum 1470-1474 fann Stef-
án með sömu rithendi og tók til við að telja: „í þessum níu bréfum er
venjulegt r að vísu notað öðrum þræði, en eins og í liðsbónarbréfinu, þar
sem krók-r eru 91% af öllum r-um, er það tákn ríkjandi í bréfunum níu,