Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 211
SKÍRNIR
KYNNISFERÐ UM KRÓKALEIÐIR ...
433
notað í 59-96% tilvika" eða nánar tiltekið: „96% í elsta bréfinu, en 59%
í því næstelsta; í hinum er krók-r í 70-87% tilvika."9
Sama tilhneiging kemur fram í yngstu grein Stefáns af stafkrókatoga,
það er „Elsta brot Karlamagnús sögu og rekaþáttur Þingeyrabókar“ frá
1992. Þar er reyndar mikið um lýsingarorð á borð við „sérlega oft“ og
„margfalt algengara", „einrátt", „nær alltaf", „oftast“, „sjaldnar", „sjaldn-
ast“, „aðeins“, „engin“, „aldrei“, „algengasti", „einlægt", „að öllum jafn-
aði“, „einnig“, „hlutfallslega oftar“, „einlægt", „hefur orðið vart“,
„nokkrum sinnum“ - en jafnframt og líkt og í örmagnan: „Torvelt er að
koma auga á reglur sem skrifarinn hefði fylgt“ (S 209-12). En slíkt fæst
líka aðeins með nákvæmri skilgreiningu á gagnlegum atriðum og glað-
beittri talningu á nógu mörgum blöðum, helst á fleiri en einum stað í
handriti eða handritum. Stefán gerir sér augljóslega grein fyrir þessu en
stígur ekki skrefið til fulls: „í orðunum ‘almenning’, ‘flutning’, ‘helming’,
‘virðing’, ‘háskerðingr’ og ‘leiglendingr’ er jafnan ing, einum 15 sinnum
alls. - Að öðru leyti er i miklu algengara en e í endingum í Frl.“ Þessu
fylgja dæmi sem æpa á talningu á tilteknum blaðsíðufjölda og uppsetn-
ingu í einfalda töflu með prósentum. Þá kemur enn ein fullyrðingin með
afar óljósa merkingu: „Með viðskeyttan greini er farið á ólíkan hátt í
handritunum; í Frl, þar sem eru aðeins 5 dæmi, er jafnan i í honum en í
RþÞ nær alltaf e“ (S 210). Onnur eins fór raunar á undan: „Stafagerð Frl
og RþÞ er að heita má öldungis hin sama, en munur er þó á algengustu ð-
gerðum, og hlutfallsleg tíðni fleiri stafa og stafagerða er ofurlítið mismun-
andi“ (208). Aðeins á einum stað er dæmið klárað, en því miður án töflu,
og rétt er að birta mynd af þeirri málsgrein úr Stafkrókum (S 212):
4.9. ‘ú’ er einlægt skrifað ö í Frl, 7 sinnum alls. í RþÞ er ritháttur meira á
reiki: ö 5 sinnum, ö tvisvar, ffira (387.18 og 407.7). <fi 10 sinnutn og o einu
sinni, gartoke (406.6), en gartöki (392.17 o.v.) og gartöki (399.16 o.v.).
eða alls 18 sinnum ‘ó’-tákn. A hinn bóginn hafa fundist 7 dæmi um ‘æ’-tákn
fyrir ‘ó’ í RþÞ: æ (x) 4 sinnum og í öll skiptin í no. ‘flúðarmál’, flæþar (t.d.
380.5) og flæþar (387.19), og e í sekia (382.12)10 — en sökia (382.13 o.v.)
— og ferör (395.17) —- en ftfirt (384.5). Loks hefur líklcga vcrið q fyrir ‘ó'
f orqkö (388.4). H
Eftir mikla yfirferð er niðurstaðan þessi: „Stafagerð er svo nauðalík í
Frl og RþÞ og jafnframt táknbeiting og stafsetning í flestum greinum, að
einsýnt er að bæði handritin hafa verið skrifuð af sama manni“ (S 216).
Ekki efast ég um að niðurstaðan sé rétt, en hana hefði mátt rökstyðja
miklu betur með því að útbúa töflur og telja þau atriði sem mestu skipta
9 Stefán Karlsson, „Liðsbónarbréf." Saga 23 (1985), bls. 172.