Skírnir - 01.09.2002, Síða 212
434
MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
og eru nógu algeng til að gefa nothæfa niðurstöðu, ekki síst í þágu
óreyndari fræðimanna sem ekki búa yfir broti af reynslu Stefáns, að ekki
sé talað um innsæi. Hér eiga við orð Stefáns sjálfs í „Om norvagismer" frá
1978: „og jo strengere metoder man anvender, jo sikrere skulle resultatet
være“ (S 187).
III
Útgáfu á Guðmundar sögum I fylgdi Stefán eftir með tveimur greinum á
ensku um hið hjartkæra viðfangsefni: „Guðmundar sögur biskups: Au-
thorial viewpoints and methods" árið 1985 og „Bóklausir menn. A note
on two versions of Guðmundar saga“ (Sagnaskemmtun. Studies in Hon-
our of Hermann Pálsson, bls. 277-86) ári síðar. Næstu árin var eins og af-
staða hans til fræðanna mildaðist, ef þannig má að orði komast, eða varð
sagnfræðilegri - sem kannski er jafn óheppilega orðað. I stað ofurná-
kvæmra athugana á stafsetningu og stafagerð fóru að birtast eftir hann
yfirgripsmeiri greinar um söguleg atriði fremur en handritafræðileg og
skriftarfræðileg. Slíkar greinar höfðu þó birst áður og má nefna „Fróð-
leiksgreinar frá 12. öld“, „Greftrun Auðar djúpúðgu“, „Ættbogi Noregs-
konunga" og „Islandsk bogeksport.“ Síðastnefnd grein er einstök úttekt
á handritum sem voru skrifuð á Islandi til útflutnings til Noregs, einkum
á síðari hluta 13. aldar og fyrri helmingi 14. aldar. Fræðimenn vissu vita-
skuld af þessu áður og hafði Ólafur Halldórsson tekið á efninu í grein
árið 1965, en Stefán fór betur í saumana á varðveittum handritum og
handritsbrotum, einkum brotum í Ríkisskjalasafni Noregs í Osló sem
fundust um miðja 19. öld í reikningabókum frá 17. öld. Því miður sleppti
hann lögbókum, sem hefðu breytt niðurstöðunni Norðmönnum í hag, en
komst að því að vel yfir helmingur annarra handrita sem vitanlega voru í
Noregi á miðöldum hafi verið skrifaður á íslandi. Hlutdeild íslenskra
skrifara jókst á 14. öld miðað við 13. öld (S 201 og 203). Þetta tengdi hann
við grein sína „Om norvagismer" með ábendingu um að norsk áhrif á ís-
lenska stafsetningu hurfu um leið og Islendingar hættu að flytja út hand-
rit fyrir Noregsmarkað. Þessar greinar voru unnar upp úr fyrirlestrum
sem hann hélt við háskólana í Björgvin og Osló haustið 1976.
Stefán hélt uppteknum hætti í greinunum „Hákon gamli og Skúli her-
togi“ árið 1980, „Af Skálholtsvist Skálholtsbókar yngri“ tveimur árum
síðar og „Alfræði Sturlu Þórðarsonar" árið 1988, en tók sig til í millitíð-
inni og birti „Liðsbónarbréf", sem þegar er getið. í greininni um Sturlu er
aftur á móti glatað handrit tekið til rækilegrar skoðunar á grundvelli eft-
irrita frá 17. öld og líkur leiddar að því að það hafi verið safnrit sagnarit-
arans Sturlu Þórðarsonar. Einnig kemur fram að árið 1955 lagði Jón Jó-
hannesson til endurgerð á texta þess handrits við handritaútgáfunefnd
Háskóla íslands og er svo að sjá sem Stefán hafi átt að vinna það verk (S
280). Af sama toga eru „Kvennahandrit í karlahöndum" frá 1993, „Aldur