Skírnir - 01.09.2002, Page 213
SKÍRNIR
KYNNISFERÐ UM KRÓKALEIÐIR ...
435
Fljótsdæla sögu“ ári síðar og „Skrifarar Þorláks biskups Skúlasonar"
tveimur árum eftir það, að ógleymdum ýmsum smágreinum sem Stefán
skrifaði í afmælisrit fræðimanna sem Árnastofnun hefur fyrir sið að taka
saman og gefa út þegar þeir verða fimmtugir - margar hverjar áhugaverð-
ar en hér nægir að nefna tvær snilldargreinar um Konungsbók Eddu-
kvæða, „Orðsnillin og skriftin" frá 1986 og „Niðurlag Konungsbókar“
sjö árum síðar, en einnig „Hauksnautur. Uppruni og ferill lögbókar“ (Sól-
hvarfasumbl saman borið handa Þorleifi Haukssyni, bls. 62-66) og „Sal-
erni“ (Dagamunur gerður Arna Björnssyni, bls. 98-102) frá 1992.1 þess-
um skrifum beitir Stefán ofangreindri tækni og yfirburða reynslu til úr-
lausnar á sagnfræðilegum eða bókmenntalegum viðfangsefnum - til dæm-
is í „Kvennahandrit í karlahöndum" á þann veg að Ari Jónsson lögmað-
ur hafi skrifað Margrétar sögu (AM 433 c 4to) fyrir mágkonu sína Stein-
unni en hún gefið Halldóru dóttur sinni sem aftur gaf dóttur sinni, Mar-
gréti Bjarnadóttur (S 381-82).
Samantekt á málsögurannsóknum sínum og annarra skrifaði Stefán
fyrir ritröðina íslensk þjóðmenning undir heitinu „Tungan“ og kom út
árið 1989. Greinin ber því vitni að fræðum fleytir ekki fram nema reynt
sé að nálgast heildarsýn, hversu gloppótt sem þekking á efninu kann að
vera. Að öðrum kosti er engin leið að vita hvar á helst að bera niður til
þess aftur að skilja heildina ennþá betur en fyrr. Hér er yfirlit yfir fram-
burð og hljóðbreytingar með skilgreiningum á nauðsynlegum hugtökum,
svo sem á varahljóðum, tannhljóðum og gómhljóðum (S 28), en jafnframt
yfir beygingarkerfi málsins og stafsetningu, með meiru og meiru. Verst
raunar að ritsmíðin skuli ekki vera að minnsta kosti þrisvar sinnum
lengri!
Ekki síðri samantekt flutti Stefán á fyrsta Söguþinginu árið 1997 og
birti lítið breytta í ráðstefnuritinu árið eftir undir heitinu „íslensk bóka-
gerð á miðöldum" en skerpti síðan nokkuð á efninu fyrir erlenda lesend-
ur í grein á ensku árið 1999. I þessum greinum tekur hann saman þræði
sem liggja allar götur aftur til fyrstu greinar hans árið 1960 um handrit að
Guðmundar sögum og er mikill fengur að því sem hann segir um hið
merka og vandasama viðfangsefni sem aldursgreining handrita og skjala
er. Frumbréfaútgáfan árið 1963 var hugsuð sem grundvöllur að góðri að-
ferð og í inngangi að ljósprentun á brotum úr sögum biskupa árið 1967
gagnrýndi hann tvo fræðimenn fyrir að hafa ekki vandað sig nógu vel:
„The dating by Widding and Bekker-Nielsen to the beginning of the fif-
teenth century is hardly the result of a serious consideration of the prob-
lem.“10 í greininni um norvagisma árið 1978 fór hann í saumana á einu
þeirra atriða sem hefur verið notað til að aldursgreina handrit, það er
norskuskotið mál íslenskra skrifara, og afmarkaði fjögur atriði sem styðj-
10 Sagas of Icelandic Bishops, bls. 39.