Skírnir - 01.09.2002, Page 214
436
MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
ast mætti við (S 178-79) en klykkti út með því að hvetja fræðimenn til
dáða og mælti með því að bera saman sem flesta texta með sömu hendi
eða úr sama skrifaraskóla: „Denne metode er beklageligvis kun blevet an-
vendt i ringe omfang, men de mange identifikationer af skriverhænder i
to eller flere islandske hándskrifter som man er náet frem til i lobet af de
sidste snes ár vil gore det lettere at tage den i anvendelse i fremtiden" (S
183). Sjálfur hafði Stefán beitt slíkri aðferð í inngangi að ljósprentun
handritsbrota árið 1967 og í kafla um aldur og uppruna Helgastaðabókar
árið 1982 sýndi hann ágætlega hvernig standa bæri að verki við alvöru
mállýsingu, þótt ekki kæmist hann að ýkja spennandi niðurstöðu: „Sú at-
hugun sem hér hefur verið gerð á stafsetningu Helgastaðabókar staðfest-
ir í rauninni fyrri tímasetningar bókarinnar ... a.m.k. ef þær eru túlkaðar
í rýmra lagi, þ.e.a.s. h.u.b. 1375-1425.“ Skrifarar eru tveir og segir Stefán:
„Sá munur sem er á skrift og stafsetningu A og B samrýmist vel þeirri
hugmynd að A hafi seint á 14. öld verið ungur skrifari og fremur reynslu-
lítill, en B verið heldur eldri og skólaður í einhverri þeirra miðstöðva þar
sem bókagerð stóð með mestum blóma á Islandi á 14. öld.“ Fyrri fullyrð-
ingunni fylgdi sérlega gagnleg vinnuregla til viðmiðunár fyrir aðra, sem
hljóðar svo: „Á grundvelli skriftar og stafsetningar einvörðungu er óger-
legt að tímasetja handrit innan þrengri tímamarka en hálfrar aldar; til þess
að unnt sé að ákvarða aldur handrits nánar verða að koma til tímasetning-
ar eða tímamörk í efni handritsins sjálfs ellegar í öðrurri ritum með sömu
hendi.“n
Ekki orðar hann svo almenn atriði í grein sinni um bókagerð en til-
greinir þau handrit sem vitað er hvenær voru skrifuð og sýnir dæmi um
það hvernig fornbréf geta nýst við aldursákvörðun á handritum frá 15. og
16. öld með sömu skrift (S 234-35). í enskri gerð greinarinnar bætir hann
við einkar áhugaverðum smáatriðum en segir aðeins þetta af almennum
toga um nauðsyn þess að vanda til verka: „A fairly secure dating for
Icelandic manuscripts is more or less essential for students of litterary
history who are concerned with chronology and literary development ...
Moreover the dating of manuscripts is, of course, of enormous import-
ance for students of linguistic history.“12 Nokkuð vantar raunar upp á að
í þessum skrifum Stefáns sé lagður grundvöllur að aðferð sem aðrir geta
notað, ekki síður en þegar stafsetning og stafagerð eiga í hlut, svo sem
rætt var hér að framan. Aðferð er engin til og ekki hefur einu sinni verið
tekin saman myndabók um tímasett eða tímasetjanleg íslensk skinnhand-
11 Stefán Karlsson, „Uppruni og ferill Helgastaðabókar." Helgastaðabók. Niku-
lás saga. Perg. 4to nr. 16 íKonungsbókhlöðu iStokkhólmi. Reykjavík 1982, bls.
75 og 78.
12 Stefán Karlsson, „The localisation and dating of medieval Icelandic manu-
scripts." Saga-hook 25 (1999), bls. 138-39.