Skírnir - 01.09.2002, Page 217
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
Skyldi móta fyrir landi?
Af leirmönnum, varúlfum og víxlverkunum
Sjón
Með titrandi tár: GLepasaga
Mál og menning, 2001
I
„Ég heiti Jósef Löwe, ég er úr leir. Sjógangurinn snertir mig ekki. Ég
sef í myrkvaðri öskjunni.
Og svefn minn er dauðadjúpur."1
Þannig kynnir sögumaðurinn sig í glæpasögu Sjóns, Með titrandi tár:
Glœpasaga, og er öll frásögnin höfð innan gæsalappa, líkt og hver kafli sé
mæltur af munni fram. Nærvera sögumannsins er áréttuð með þessu, og
ef einhver skyldi efast frekar þá hittum við þennan sögumann fljótlega
fyrir, en nú er svefn hans ekki dauðadjúpur heldur situr hann makinda-
lega inni í stofu þegar áheyrandi hans kemur inn og spyr:
„Ertu byrjaður?"
„Ég var að leggja upp sögusviðið."
„Og ég missti ekki af neinu?“
„Sagan hefst á sjó. Þetta voru hugleiðingar um sjóferðir fyrr og nú. Ég
kem að þeim aftur, svo þú ættir að ná þræðinum." (30)
Síðan fer hann inn í eldhús og hugar að frönsku kaffi handa gesti sínum.
En hverjum er sögumaður að segja söguna, fyrst áheyrandinn er ekki
mættur? Okkur, lesendum? Það er ekki óalgengt að sögumenn skáldsagna
ávarpi lesendur sína, en hitt er öllu sjaldgæfara að fulltrúi okkar lesenda,
áheyrandi sögunnar, birtist á þann hátt sem raunin er í þessari sögu.
Hlustöndin spjallar ekki aðeins við sögumanninn, heldur grípur hún fram
í og gagnrýnir ef henni finnst ástæða til. í ofanálag birtist hún ekki fyrr en
sagan er hafin og eftir að sagt hefur verið frá nokkrum mikilvægum atrið-
um og sögusviðinu hefur verið lýst. (Hefst sagan þá kannski ekki í raun
fyrr en í 3. kafla, s. 32?)
1 Sjón 2001, s. 24. Eftirleiðis verður vitnað í sögu Sjóns með blaðsíðutölum innan
sviga.
Skírnir, 176. ár (haust 2002)