Skírnir - 01.09.2002, Síða 219
SKÍRNIR
SKYLDI MÓTA FYRIR LANDI?
441
Þrátt fyrir þjóðlegt yfirbragð er skáldsaga Sjóns einnig, og ekki síður,
alþjóðleg. í fyrsta lagi er gólembarnið gyðinglega enn í miðju frásagnar-
innar, sofandi í sínu leirdái, baðað daglega úr geitarmjólk. í öðru lagi birt-
ist síðari heimsstyrjöldin sem reglulegt stef. Og í þriðja lagi eignast faðir
hans Leó útlenda vini, rússneska njósnarann Pushkin og bandaríska guð-
fræðinginn Antoní Brávn, sem standa á sinn hátt fyrir stórveldin tvö sem
áttu í köldu stríði um og eftir miðja tuttugustu öldina.
En nú er líklega best að rifja aðeins upp söguþráð Auguþín sáu mig og
gera atlögu að því að lýsa efni Með titrandi tár.
II
Augu þín sáu mig segja frá því er flóttamaðurinn Leo Löwe kemur í lít-
inn þýskan smábæ á flótta undan nasistum. Þar hittir hann þjónustustúlk-
una Marie-Sophie sem hjúkrar honum og saman móta þau síðan barn úr
leirklumpi sem Leo hefur með sér í hattöskju. Að því búnu siglir hann til
íslands. Inn í þennan aðalsöguþráð fléttast svo fjölmargir aðrir. Fyrirferð-
armest er sagan af erkienglinum Gabríel og dómsdagslúðri hans, en frá-
sagnarhátturinn er einnig snar þáttur í sögunni sjálfri, eins og áður er
nefnt. Og svo eru sagðar sögur innan sagnanna. Skáldsögur Sjóns eru ein-
stök verk í íslenskri bókmenntasögu, ekki síst hvað varðar úrvinnslu á
ýmsum ólíkum formum og sögum sem þar mætast, en skáldsögurnar vísa
fyrst og fremst til hinnar gyðinglegu goðsögu um góleminn, sem er gervi-
menni, leirmaður lífgaður við með nafni guðs.6
Með titrandi tár: Glapasaga hefst á því að Leo Löwe er ákaflega sjó-
veikur á siglingu sinni yfir hafið. (Reyndar hefst hún ekki á því, en ég kem
að því síðar.) Að lokum kemst hann á áfangastað en dregst inn í ýmislegt
varasamt, þar á meðal skuggaleg viðskipti með frímerki. í hattöskju ber
hann leirbarn sitt en til að lífga það við þarf hann að finna hringinn sem
hann borgaði farið með, gullhringinn sem mennirnir tveir sem birtust í
káetudyrum hans brutu í sundur og skiptu á milli sín. Þeir reynast vera
tvíburar, annar er frímerkjasali og hinn þingvörður, báðir nokkuð vafa-
samir.
Mörg þemanna úr fyrri skáldsögunni birtast á ný í breyttri mynd, sag-
an af hænuunganum og berserkinum er hér í fullri lengd (og er inn-
gangskafli skáldsögunnar, eins og síðar verður rakið), sögumaður og
hlustönd hans eru enn nærstödd, eins og áður sagði, og svo er vísað til
dómsdagsklúðurs Gabríels. Líkt og í fyrri sögunni er nóg af litskrúðug-
um persónum og rjúkandi húmor, auk þess sem hér er að finna næma og
lýsandi úttekt á íslendingnum í ýmsum útgáfum. Allt þetta fléttast sam-
6 Sjá frekar um goðsöguna um góleminn í áðurnefndri grein minni (Úlfhildur
Dagsdóttir 2001 c).