Skírnir - 01.09.2002, Síða 221
SKÍRNIR
SKYLDI MÓTA FYRIR LANDI ?
443
Þessir þrír þræðir fléttast stöðugt saman og eru sjálfir spunnir úr
mörgum ólíkum þráðum sagna og sögubrota sem þættast inn í aðalsögu-
þráðinn og eru velflestar sköpunarsögur af ýmsu tagi. Frásögnin er því
stöðugt að taka hliðarspor og hlaupa útundan sér, en slík frásagnartækni
hefur einkennt skáldverk Sjóns frá upphafi. Þannig er til dæmis ekki
hlaupið að því að rekja söguþráðinn í þriðja hluta bókarinnar, sem gerist
hinn 11. mars 1958. Kaflinn - og dagurinn - hefst á því að geitin, mjólk-
urmóðir leirbarnsins, vaknar. Næst erum við stödd í óþægilegum draumi
Leós Löwe, sem finnst hann vera staddur á ljósmyndasýningu um andlit
íslendinga. Draumurinn leysist upp við hljóðin í geitinni og okkur er
sögð sagan af því þegar Leó fann svarta geitarbarnið á ruslahaugunum.
Leó klæðir sig í jakkaföt því í dag verður hann íslendingur og hann rifjar
upp þegar hann fór í dómsmálaráðuneytið til að sækja um ríkisborgara-
rétt. Fulltrúinn spyr hvort hann tali íslensku og það kveikir minningar
um Dana sem talaði fslensku illa og leið fyrir það, og upprifjun á íslensku-
námi Leós og kynnum hans þar af samnemanda sínum Pushkin, sem er
KGB-njósnari. Náminu lýkur með því að Leó kemst „í fyrsta sinn í
kynni við sérstakt samband Islendinga við frímerki“ (69). Aftur hverfum
við til samræðnanna við fulltrúann sem nú hefur fengið upphringingu og
spyr Leó í miðjum klíðum hvað varúlfar éti. Næst komum við stuttlega
við í ‘rauntíma’, 11. mars 1958, og setjumst með Leó inn á kaffihús, með-
an hann bíður eftir að alþingi fjalli um umsókn hans um ríkisborgararétt.
Þar les hann minningargrein um kunningja sinn, Ásgeir Helgason, sem
hefur verið myrtur og virðist málið tengjast frímerkjum. Þá erum við aft-
ur komin inn í samtal þeirra Leós og fulltrúans, sem er nú í auknum mæli
farið að snúast um annað en ríkisborgararétt Leós, nefnilega uppruna Is-
lendinga. Fulltrúinn spyr hvort það sé eitthvað sem Leó vildi upplýsa
hann um áður en lengra væri haldið. Við það rifjar Leó upp viðskipti sín
með frímerki sem urðu ástæðan til þess að hann sótti um ríkisborgararétt,
en hann hafði komist að því að ef menn ætluðu að aðhafast eitthvað glæp-
samlegt á íslandi þá borgaði sig að vera íslendingur. Viðskipti þessi eru í
meira lagi dularfull, því Leó selur frímerkin fyrir mann sem hann veit
ekki hver er heldur rakst á um miðja nótt á flótta undan lögreglunni. Leó
hafði ekki getað sofið fyrir brælunni úr fiskimjölsverksmiðju, sem minn-
ir hann á fangabúðavistina - en eins og kemur fram í Augu þín sáu mig
hafði Leó tekist að flýja úr útrýmingarbúðum nasista. I miðri sögunni um
viðskiptin með frímerkin kemur því saga úr fangabúðum.
Hinn óvænti næturfundur við frímerkin veldur því að við fáum að
heyra af kynnum Leós af hinum myrta sturtuverði, Ásgeiri, sem vísaði
honum á Hrafn nasista og frímerkjasala - en hann reynist einmitt vera
maðurinn sem tók gullhringinn góða upp í farið á sínum tíma. Aftur er
lesandanum kippt inn í frásögnina af umsókninni og hinu undarlega sam-
tali við fulltrúann, sem er mun uppteknari af uppruna Islendinga en