Skírnir - 01.09.2002, Qupperneq 224
446
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
SKÍRNIR
sögunnar frá veruleikanum, að skáldsagan treysti sér ekki lengur til að
takast á við menn og málefni og væri þess í stað farin að hverfast ein-
göngu um sjálfa sig, aðrar skáldsögur og sjálfan skáldskapinn.14 Bók
Waugh, Metafiction: The Tkeory and Practice of Self-Conscious Fiction,
eða Metaskáldskapur: Kenning og ástundun sjálfsmeðvitaðra skáldlegra
skrifa, er skrifuð árið 1984 og ber greinileg merki þessara deilna, en hún
er að stórum hluta helguð vörnum fyrir metaskáldsöguna. Á tíunda ára-
tugnum hafa þessar deilur hins vegar hjaðnað mjög, enda kom í ljós að
sjálfsagan gerði hvorugt, að drepa niður raunsæisskáldsöguna, eða hætta
að vera pólitískt verkfæri, en skáldsaga Salmans Rushdie, Sálmar Satans
(1988), sýndi ljóslega að metaskáldskapur getur ekki síður haft pólitískt
hlutverk en hefðbundnir raunsæistextar og róttæk verk í anda módern-
isma.
Auk þess minnir Waugh réttilega á að sjálfsvísun skáldsögunnar er
hreint ekki svo ný af nálinni, heldur hefur hún í raun fylgt þessari bók-
menntagrein frá upphafi, eins og fræðimenn á borð við Mikhail Bakthin
hafa sýnt fram á.15 I hefðbundnum raunsæissögum 18. og 19. aldar er les-
andinn oftar en ekki ávarpaður, eða þá að sagan er römmuð inn sem frá-
sögn, bréfaskriftir, dagbók, ferðabók eða álíka skrif og þannig er gefið til
kynna að verið sé að segja sögu. Waugh segir að innrömmun af þessu tagi
sýni að frásögn sé alltaf miðluð og þar með unnin eða túlkuð að ein-
hverju marki. Þessar rammafrásagnir verða stundum mjög flóknar og
byggðar upp í mörgum römmum, þar sem ný og ný saga kemur í ljós
innan sögunnar. Þetta er kennt við kínverska öskju, en mætti einnig sjá
fyrir sér sem rússneska babúsku.16 í Augu þín sáu mig og Með titrandi
tár er þessi frásagnartækni nýtt til hins ýtrasta, án þess þó endilega að
skapa mótsagnir, heldur fremur til að byggja söguna upp, lag fyrir lag. Á
sama hátt er leirbarnið búið til, það er hnoðað úr leir sagna og frásagna,
flökkusagna og goðsagna. Að þessu leyti kallast sögur Sjóns á við aðra
fræga skáldsögu sem fjallar um sköpun mannveru á svipaðan hátt,
Frankenstein eftir Mary Shelley. Frankenstein er þekktasta sköpunarsaga
í bókmenntum síðari alda og þrátt fyrir að goðsagan af gólemnum sé sú
sköpunarsaga sem liggur til grundvallar skáldsögu og sköpun sögu-
manns Sjóns þá er ljóst að aðrar sköpunarsögur koma þar einnig við sögu
sem áhrifavaldar eða ósýnilegir þræðir textans. Nærvera Frankensteins er
að auki áréttuð með textatengslum við gotnesku skáldsöguna, eins og
síðar verður rakið.
14 Sjá Waugh 1984, Hutcheon 1984 og McHale 1987.
15 Sjá Waugh 1984 og Bakthin, t.d. greinina „The Epic and the Novel" 1981
[1970].
16 Sjá Waugh 1984, s. 30. McHale fjallar einnig um þetta fyrirbæri í sinni bók.