Skírnir - 01.09.2002, Side 225
SKÍRNIR
SKYLDI MÓTA FYRIR LANDI ?
447
III
Skáldsaga Mary Shelley, Frankenstein: Or, The Modern Prometheus, kom
fyrst út árið 1818, en var gefin út að nýju í endurskoðaðri mynd 1831.
Skáldsagan telst til gotneskra skáldsagna, en hún sver sig einnig í ætt við
rómantíkina, enda var eiginmaður Mary rómantíska skáldið Percy
Shelley og er talið víst að áhrif hans á sköpun sögunnar hafi verið veru-
leg.17
Skáldsagan er öll sögð í bréfum heimskautafarans Waltons sem finnur
Viktor Frankenstein á norðurpólnum, nær dauða en lífi. Frankenstein
segir Walton sögu sína, en hún er á þá leið að sem læknanemi afrekar hann
það að setja saman mannslíkama úr líkamsleifum manna og dýra og lífga
við. Mennið strýkur og eltir uppi fjölskyldu Frankensteins og drepur þau
eitt af öðru, fyrst bróður hans, svo fóstursystur hans og verðandi eigin-
konu, en við þau áföll andast faðirinn. Frankenstein helgar svo líf sitt því
að elta skrýmslið uppi. Inni í sögu Frankensteins er sögð saga skrýmslis-
ins, sem á ferðum sínum um Evrópu hittir fjölskyldu nokkra sem það
dvelst hjá að þeim óafvitandi, og inni í sögu þess er saga þeirra. Þannig er
skáldsagan sett saman úr mörgum frásögum, líkt og líkami skrýmslisins
er settur saman úr mörgum skrokkum.
Enn einn ramminn eða askjan utan um söguna er svo formálinn frægi
sem Mary hafði að endurútgáfunni árið 1831. Þar segir hún: „Ég býð
mínu afskræmda afsprengi að halda sína leið og hljóta heill. Ég hef ást á
því, því það var afkvæmi hamingju-daga.“18 Flinir ánægjulegu dagar sem
hún vísar til eru þeir sem hún varði í Villa Diodati við Genfarvatn í félagi
við eiginmann sinn Percy Shelley, Byron lávarð og fleiri vini þeirra hjóna.
í formálanum lýsir hún því hvernig rigningaveður leiddi til þess að þau
kepptu með sér í þeirri list að segja góða draugasögu, en þrátt fyrir að hún
hafi ekki samið neina í það sinnið, þá sé skáldsagan sprottin upp úr sam-
ræðum sem áttu sér stað meðan rigningin dundi á húsinu; samræðum um
eðli lífsins og vangaveltur um möguleika þess að lífga við dautt efni.
Þannig fléttast formálinn inn í uppbyggingu sögunnar, og áréttar jafn-
framt sköpunarsögu hennar, og það að sagan er skáldsaga.
En þessi dramatíska setning Mary er fræg fyrir meira.19 Fornafnið
‘það’ getur átt við bæði skrýmslið og skáldsöguna, eins og Marie-Héléne
17 Sjá Huet 1993, s. 129-162.
18 „I bid my monstrous progeny go forth and prosper. I have an affection for it,
for it was the offspring of happy days.“ Mary Shelley, „Author’s Introduction",
s. xii, 1978 [1831], þýð. mín.
19 Ég ræði formála Mary Shelley í tengslum við konur, skáldskap og líftækni í
greininni „Varahlutir fyrir útópíur: eða af varúlfum og píum“ (Ulfhildur Dags-
dóttir 2002).