Skírnir - 01.09.2002, Page 230
452
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
SKÍRNIR
og afstöðu til skáldskaparins. Hvar og hver er höfundurinn - er hann að-
eins hluti af textanum? Er hann aðeins sögupersóna? Og ef hann er aðeins
sögupersóna, hvernig getur hann þá gefið út þá bók sem við höfum í
höndunum? Og heilsað okkur á bókasafninu?
í Með titrandi tár er þessi samsláttur veruleika og skáldskapar beinlín-
is sviðsettur og tekur á sig mynd í samræðum Leós við fulltrúa dóms-
málaráðuneytisins, en eins og lesendur muna snerust þær meira um upp-
runa íslendinga en hinn væntanlega íslending. Fulltrúinn segir óðamála:
„Já, og Bram Stoker segir fullum fetum í Makt myrkranna, eða kannski
það sé Drakúla sjálfur sem segir það, að hann eigi ættir að rekja til ís-
lenskra varúlfa" (93).32 Drakúla er sögupersóna í samnefndri skáldsögu
Brams Stoker, og vissulega segir hann eitthvað á þessa leið í samtali sínu
við enska fasteignasalann Jónatan Harker, og vill með því árétta frægð og
mátt ættar sinnar. Fulltrúinn virðist hins vegar taka orð skáldsagnaper-
sónunnar sem væru þau töluð af raunverulegum manni - „eða kannski
það sé Drakúla sjálfur sem segir það“ - en hafi ekki komið úr penna höf-
undarins. Hér getum við hlegið góðlátlega að hugaræsingi fulltrúans, sem
kann sér ekki hóf í kenningasmíð sinni, og leitar meira að segja fanga í
skáldskap til að finna fót fyrir henni, og vitnar í persónur í þokkabót. En
það er full ástæða til að velja sér aðhlátursefni af varúð, því að áðurnefnd-
ur Drakúla er einmitt byggður á sögulegum heimildum, en fyrirmynd
persónunnar mun hafa verið prins nokkur að nafni Vlad Tepes sem var
bardagakappi mikill og rakti einmitt ættir sínar aftur í aldir til mikilla
hetja. Hér blandast því skáldskapur og veruleiki á fjölbreyttan hátt og
ekki gott að skilja klárlega á milli.
En Sjón iætur sér ekki nægja að gera sjálfan sig að sögumanni eigin
sjálfssköpunarsögu, og blanda þannig saman sögulegum persónum og
sögupersónum, heldur býr hann einnig til umhverfi við hæfi, ísland í dag
- eða fyrir fjörutíu til sextíu árum - en samkvæmt skáldsögu Sjóns á Is-
land sér nokkuð aðra sögu en margur heldur. Slíkur leikur með sögu og
sögulegan veruleika er einmitt ríkur þáttur í póstmódernískum meta-
skáldskap, eins og Linda Hutcheon og Brian McHale hafa bent á. En þau
leggja bæði áherslu á það hvernig söguleg endurskoðun - sem felur í sér
endurskoðun á því hvernig við þekkjum, skiljum og skilgreinum söguna
og sagnfræðilegar heimildir - er mikilvægur þáttur í metatextum.33 Eins
32 Reyndar fer fulltrúinn hér ekki alveg rétt með, það er að segja ef hann er að
vitna til þýðingar Valdimars Ásmundssonar á Dracula, sem nefndist Makt
myrkranna, því í þeirri þýðingu er tilvísunum til tengsla Drakúla við íslendinga
sleppt.
33 Sjá Hutcheon 1988 og McHale 1987. Ég hef fjallað nokkuð um meðferð póst-
módernískra kvikmynda á mannkynssögunni í grein um tíðarandakvikmyndir,
„„Hvar hafa dagar lífs þíns...?“: af tíðaröndum" (Ulfhildur Dagsdóttir 1999a).