Skírnir - 01.09.2002, Side 233
SKÍRNIR
SKYLDI MÓTA FYRIR LANDI?
455
geymslunni með hlerann á herðunum, og var alls ólíkur þeim manni
sem þeir höfðu stungið ofan í hana: Jakkinn og skyrturnar höfðu tæst
utan af honum ...
Már C. reigði sig og ýlfraði eins og skepna. ... Og þá hófust ósköpin
í andliti þingvarðarins fyrrverandi; höfuðbein hans höguðu sér eins
og þau væru af fljótandi gerviefni: Ennið lagðist aftur, nefstæðið og
neðrikjálkinn þrýstust út eins og þar fyrir innan væri krepptum hnefa
beitt af alefli. Augun skiptu litum, úr heiðbláu í gult, augasteinarnir
urðu að svörtum tíglum. Og tennurnar keyrðust út úr gómnum; það
blikaði á þær sem bjúgsverð.
Maðurinn hélt áfram að umbreytast, hann sleit af sér fjötrana og við
átakið spruttu hár út um hann allan, og á augabragði hnykluðust
vöðvar þar sem áður var spik. Hann þandi kjaftinn upp á gátt og
sleikti út um með langri úlfstungunni. Og þá sá Leó það sem hann
vantaði svo sárlega; gullið sat í endajaxli Más, sem auðvitað var eng-
inn annar en Hrafn W. Karlsson frímerkjasali. (171-172)
Það virðist því ljóst að fulltrúinn hefur rétt fyrir sér og varúlfablóðið er
enn að koma fram í Islendingum.35
V
Varúlfsminnið, sem brýst svona fram í lokin, gefur skáldsögunni nokkuð
gotneskan blæ og það sama á við um vísunina í Dracula. Frankenstein
telst einnig til gotnesku skáldsögunnar, sem er eins konar formóðir hroll-
vekjunnar og kom fyrst fram á 18. öld, átti blómaskeið sitt eftir aldamót-
in þegar Frankenstein var skrifuð, og gekk svo í endurnýjun lífdaga und-
ir lok 19. aldar, með skáldsögum eins og Dracula og Doktor Jekyll og
herra Hyde eftir R.L. Stevenson. Sú saga segir einmitt frá umbreytingu
manns og á margt skylt við varúlfsminnið, sem tengist einnig vangavelt-
um um mennsku og ómennsku. Varúlfurinn er maður sem í krafti galdra
35 Þetta er að auki eitt dæmi um það hvernig Sjón þættir textavef sinn ólíkum
þráðum. Söguhöfundur vísar til hinna forsmáðu hasarblaða sem voru vinsæl af-
þreying ungs fólks á þessum tíma, en urðu fljótlega að bannvöru. En þrátt fyr-
ir að hasarblöðin séu bönnuð birtist efni þeirra samt hér, í bland við upphafn-
ar hugmyndir um að íslendingar séu komnir af hetjum víkingatímans. Höfund-
ur heldur alltaf vakandi þessu samspili heilagleika íslenskrar menningar og
paródíu eða skopstælingu á henni. Einnig má benda á að hér birtast textatengsl
við afþreyingarmenningu, en þau tengsl eru mun fyrirferðarmeiri í Augu þín
sáu mi%, eins og ég rek í áðurnefndri grein minni (Ulfhildur Dagsdóttir 2001c).
McHale leggur mikla áherslu á það hvernig póstmódernískur metaskáldskapur
notfærir sér afþreyingarhefðir í ríkum mæli.